Saga - 1993, Side 97
MACHIAVELLI OG LÖGMÁL VALDABARÁTTUNNAR
95
vík og lét lítt að sér kveða í landsmálum, þótt hann væri varaformað-
Ur flokks síns. Því athyglisverðari er sú staðreynd, að samkvæmt
könnunum vildu talsvert fleiri varaformann Sjálfstæðisflokksins í stól
forsætisráðherra en sjálfan formanninn. Segja má, að slík svör hafi
vcrið svipuð því, að maður hafi verið beðinn að skera úr um það,
hvor væri betri söngvari, Placido Domingo eða josé Carreras, og hann
svarað að bragði: „Luciano Pavarotti!" Hvers vegna var varaformaður
Framsóknarflokksins, Halldór Ásgrímsson, ekki nefndur jafnoft sem
hugsanlegur forsætisráðherra og varaformaður Sjálfstæðisflokksins?
Villandi kann því að vera að spyrja, eins og Stefán gerir, hvers vegna
Davíð Oddsson hafi ekki verið jafnoki Steingríms Hermannssonar í
lýðhylli vorið 1991. Er fráleitt að álykta sem svo, að Davíð hafi þá
jafnvel verið vinsælli en Steingrímur? Maður, sem er næstefstur í
keppni, sem hann tekur ekki þátt í, stendur prýðilega að vígi gagn-
Vart manni, sem tekur þátt í keppninni og hefur jafnan áður verið þar
efstur.
Allt leiðir þetta hugann að því, að staðreyndir verður að setja í rök-
rett samhengi, svo að þær verði til einhvers nýtar. Mæling er gagns-
htil, nema henni fylgi skynsamleg greining. Það er vissulega stað-
reynd, að í könnunum um það leyti, er Stefán Ólafsson skrifaði grein
sma, nefndu flestir Steingrím Hermannsson til valda. Það er líka stað-
reynd, að næstflestir kusu helst Davíð Oddsson. En þessar staðreynd-
lr breyta um gildi, eftir að bent hefur verið á, að margir voru vafa-
laust að lýsa fylgi við vinstri stjórn með því að lýsa yfir stuðningi við
Steingrím Hermannsson sem forsætisráðherra og að Davíð Oddsson
Var ekki forsætisráðherraefni flokks síns, þótt margir lýstu yfir stuðn-
ln8i við hann sem forsætisráðherra. Enn fremur má ekki gleyma því,
að staðreyndir eru síbreytilegar. Steingrímur Hermannsson var sigur-
stranglegur í ársbyrjun 1991, en í apríllok það ár missti hann forsætis-
ráðherradóminn. „Valdadýrkun brenglar jafnan dómgreind manna
Um stjórnmál," sagði George Orwell, „því að hún leiðir næstum óhjá-
hvaernilega til þess, að gert er ráð fyrir áframhaldandi þróun í sömu
att- Sá, sem er hverju sinni að sigra, virðist alltaf ósigrandi."58
hinum forsætisráðherrastólsins. Voru meðal annars til þess sögulegar ástæður,
58 SV° S6m e'®rokmáti'’) svonefnda 1942.
George Orwell: „James Bumham and the Managerial Revolution" í Collected
Essays, ]ournalism and Letters of George Orwell, 4. bindi (Penguin, Harmondsworth,
Hiddlesex, 1970), 207. bls.