Saga - 1993, Page 98
96
HANNES HÓLMSTEINN GISSURARSON
Þótt kannanir á lýðhylli íslenskra stjórnmálaleiðtoga séu ekki full-
komnar vísbendingar um stjórnmálahæfileika í skilningi Machiavell-
is, er fróðlegt að reyna að meta, hvernig hinn ítalski endurreisnar-
maður hefði skoðað og skýrt nokkur atvik úr stjórnmálasögu Islend-
inga á tuttugustu öld. Líklega hefði hann talið Hannes Hafstein gera
mikil mistök eftir kosningasigur sinn 1911, þegar hann reyndi að
sameina flokk sinn og andstæðingana um eina stefnu gagnvart Dön-
um með þeim afleiðingum, að hörðustu fylgismenn hans yfirgáfu
hann. Hannes hefði þess í stað átt að treysta flokk sinn. Machiavelli
hefði hins vegar dáðst að Jónasi Jónssyni frá Hriflu, sem vissi, hvað
hann vildi, og var reiðubúinn til að gera allt, sem hann gat, til þess að
hrinda því fram. Jónas lét hugsjónir ekki trufla sig eða tefja í barátt-
unni til valda. Ungur hafði hann hrifist af georgisma, - kröfunni um
sameign á náttúruauðlindum, - en hann studdi samt eindregið eign-
arhald bænda á fossum í hörðum deilum um það mál 1917-19, þar eð
hann var þá að afla fylgis bænda við nýjan stjórnmálaflokk.59 Sér-
staklega hefði Machiavelli þó hrifist af þingrofinu 1931, djörfum og
óvæntum útleik Jónasar og manna hans, sem afstýrði róttækum
breytingum á kjördæmaskipan og með þeim væntanlega valdatöku
Sjálfstæðisflokksins. Frá sjónarmiði valdhyggjumanna séð heppnaðist
þingrofið: Þótt Framsóknarflokkurinn réðist með því gegn Alþýðu-
flokknum ekki síður en Sjálfstæðisflokknum, mynduðu þessir tveir
flokkar saman stjórn þremur árum síðar. Machiavelli hefði ekki held-
ur séð neitt athugavert við það, þegar Jónas notaði ákæruvald sitt
sem dómsmálaráðherra gegn Magnúsi Guðmundssyni, einum for-
ystumanni Sjálfstæðisflokksins, og lét Hermann Jónasson, skjólstæð-
ing sinn og lögreglustjóra í Reykjavík, sakfella hann (þótt Magnús
væri síðan sýknaður í Hæstarétti). Hins vegar hefði Machiavelli tví-
mælalaust ráðið Jónasi frá því að fela Eysteini Jónssyni og Hermanni
Jónassyni stjórnartauma árið 1934 í þeirri trú, að hann gæti fjarstýrt
þeim. Auðvitað uxu þeir honum yfir höfuð; „sá, sem eflir veldi ein-
hvers annars, er þar með að veikja sjálfan sig".60
Machiavelli hefði vafalítið lagt blessun sína yfir stjórnarmyndun
Ólafs Thors 1944: í því skyni að verða forsætisráðherra vann Ólafur
59 Sbr. Ólaf Jens Pétursson: „Henry George og „einfaldi skatturinn"" í Andvara, 90-
árg. 1965, 72.-90. bls. og 180.-204. bls.
60 Furstinn, 3. kafli, 21. bls.