Saga - 1993, Síða 99
MACHIAVELLI OG LÖGMÁL VALDABARÁTTUNNAR 97
það til að mynda stjórn með erkióvinum Sjálfstæðisfiokksins, sósíal-
'stum, jafnframt því sem hann lokkaði Alþýðuflokksmenn inn í
stjórnina með loforði um fullkomnustu (það er: dýrustu) alþýðu-
tryggingar i heimi. Hræðslubandalagið, sem Framsóknarflokkur og
Alþýöuflokkur mynduðu 1956 til þess að ná meirihluta á alþingi með
rr*innihluta atkvæða, hefði líka verið að skapi Machiavellis. Machia-
Velli hefði hins vegar andvarpað og hrist höfuðið, hefði hann orðið
Vltni að vinnubrögðum Geirs Hallgrímssonar 1978. í febrúar það ár
stóð stjórn Geirs að aðhaldsaðgerðum, sem komu illa við almenning
°8 gáfu stjórnarandstæðingum byr undir báða vængi, en kosningar
v°ru framundan. Stjórnin sá þá sitt óvænna og mildaði ráðstafanir
s'nar lítils háttar í mars. Með því sagði hún kjósendum í raun og veru,
að aðgerðirnar hefðu ekki verið nauðsynlegar. Hún tók með öðrum
0rðum út allan kostnaðinn í febrúar, en sleppti hugsanlegum ávinn-
m8>- //Ofbeldisverk verður semsé að fremja í eitt skipti fyrir öll til þess
a(' þau veki skemur athygli og valdi því minni sárindum," segir
^achiavelli. „Góðverk eiga menn aftur á móti að vinna smátt og
SIr|átt svo að betur verði eftir þeim tekið. Umfram allt verður furstinn
að koma þannig fram við þegna sína að hann neyðist ekki til að
hreyta framkomu sinni ef eitthvað kemur fyrir, illt eða gott."61 Hins
Vegar hefði Machiavelli dáðst að Gunnari Thoroddsen, þáverandi
varaformanni Sjálfstæðisflokksins, fyrir dirfsku hans og vægðarleysi
Við þvrri vopnabræður, þegar Gunnar ásamt örfáum bandamönnum
Slnum 1 Sjálfstæðisflokknum myndaði stjórn með Alþýðubandalagi
°8 hramsóknarflokki árið 1980.
Machiavelli hefði furðað sig á Þorsteini Pálssyni, eins og Stefán Ól-
afsson bendir sérstaklega á: í stað þess að gera strax út um skattamis-
f('rl> Alberts Guðmundssonar, þegar það kom til hans, lét hann málið
sPringa í höndum sér skömmu fyrir kosningar 1987. Eftir að Þor-
steinn hafði gert Albert að segja af sér ráðherrastöðu, samdi hann við
ann um að skipa áfram efsta sæti á lista flokksins í stærsta kjördæmi
andsins. Albert gat þess vegna spurt: Hvernig getur maður verið
Ur til að veita lista flokksins forystu í stærsta kjördæminu, sé hann
1 hæfur til að vera ráðherra? „Ef á að vinna manni tjón," reit
achiavelli, „þá þarf að gera það á þann hátt að hann sé ekki fær um
61 Furstinn, 8. kafli, 45.-46. bls.
7~SAga