Saga - 1993, Síða 101
MACHIAVELLI OG LÖGMÁL VALDABARÁTTUNNAR
99
ust á hinni nítjándu, tilraun upplýstra Vesturlandamanna til þess að
leysa úr því. Þegar menn tóku að hugsa um stjórnendur sem ófull-
komna, misvitra menn, sem sætu ekki í valdastólum af náð Guðs, en
gættu betur eigin hags en almannahags, varð mikilvægasta verkefnið
að takmarka vald þeirra og tryggja réttindi borgaranna. Raunsæir
hugsuðir tóku þá að miða við valdsmenn, eins og þeir voru í raun og
yeru, ekki eins og þeir áttu að vera eftir gömlum helgisögum. Fólk
hafnaði rómantískum hugmyndum um landsfeður, sem vissu betur
er> það sjálft, hvað því væri fyrir bestu.
Þá má spyrja að tvennu. Er mannfólkið jafnillt í eðli sínu og
Machiavelli vill vera láta?65 Og þarf að gjalda jafnmikinn varhug við
vondum stjórnendum í lýðræðisríkjum nútímans og á fyrri öldum,
þegar slíkir menn fóru ekki með ríkisvaldið í umboði borgaranna og
ekki var unnt að setja þá af nema í blóðugum uppreisnum? Svarið við
fyrri spurningunni er, að Machiavelli lýsir mönnum vissulega eins og
þeir geta orðið í baráttu um völd. Þar hafa menn svifist einskis.
Stjórnmálasagan hefur verið saga samfelldra blóðsúthellinga, kúgun-
ar og grimmdarverka. Cesare Borgia lét kyrkja andstæðinga sína í
Sinigaglia, Spartverjar drápu alla bestu menn Helóta,66 Múhameð Alí
lokkaði alla leiðtoga janitsjara í Egyptalandi til sín árið 1811 og skip-
aði síðan fyrir um aftökur þeirra, Hitler útrýmdi hugsanlegum keppi-
nautum sínum á „nótt hinna löngu hnífa" 30. júní 1934, og Stalín lét
skjóta alla pólska liðsforingja, sem hann náði í, í Katynskógi árið 1940.
Leiðtogar lýðræðisþjóða eru ekki heldur saklausir af ódæðisverkum.
^retar hnepptu Búa í fangabúðir í upphafi aldarinnar, Bandamenn
héldu að nauðsynjalausu uppi stórfelldum loftárásum á Dresden í lok
síðari heimsstyrjaldar, Bretar og Bandaríkjamenn afhentu Kremlverj-
Uni hundruð þúsunda landflótta Rússa nauðuga eftir stríðið, margir
Mrystumenn ísraels stunduðu hryðjuverk, áður en ríki þeirra var
stofnað 1948, og svo framvegis. Friðrik Prússakóngur kvað sér þykja
því vænna um hundinn sinn sem hann kynntist mönnunum betur,
Bismarck lét svo um mælt, að stjórnmál væru ekki nákvæm vísindi,
65 Auk alls þess, sem hann segir í Furstanum, getur svipað að líta í Athugasemdum við
Rómverja sögu Livíusar, 1. bók, 3. kafla, 111.-112. bls. Sbr. líka Stjórnmálafræðina eftir
Aristóteles, 1253a, 30-35.
66 Sbr. Þúkýdídes: Saga Pelopsskagastridsins, 4. bók, 80. kafli. Hér eftir The Creck
Historians, 1. bindi, ritstj. F. R. B. Godolphin (Random House, New York 1942).