Saga - 1993, Page 102
100
HANNES HÓLMSTEINN GISSURARSON
heldur list hins mögulega, og Grímur Thomsen orti um þá valda-
baráttu, sem hann kynntist í danska utanríkisráðuneytinu:
A Glæsivöllum aldrei
með ýtum er fátt,
allt er kátt og dátt;
en bróðernið er flátt mjög og gamanið er grátt,
í góðsemi vegur þar hver annan.
Stjórnmálasagan gefur ekki tilefni til mikillar bjartsýni um manneðlið,
og stjórnmálamenn hafa ekki gott orð á sér.67
En hyggjum betur að. Ekki má einblína á stjórnmál, þegar komast
skal að rökstuddri niðurstöðu um það, hvort menn séu í eðli sínu illir
eða góðir, því að ólíkir leikir mannlífsins laða fram eða kalla á ólíka
eiginleika. Ekki er til dæmis við því að búast, að sérstakir mannvinir
veljist til þess að reka þræla á plantekru áfram. Barngóðar stúlkur
veljast á hinn bóginn í fóstrustörf. Lítum í því viðfangi á frjálsa sam-
keppni á markaði. Hún er samkeppni um að fullnægja þörfum neyt-
enda sem ódýrast og ávaxta pund sitt sem best og laðar að sögn
Alexis de Tocquevilles fram eiginleika eins og skilvísi, stundvísi, spar-
semi og iðjusemi,68 en líka kappsemi, ágirnd og eigingirni, eins og
Marx minnti á 69 Barátta um völd kallar hins vegar á aðra eiginleika,
grimmd ljónsins og kænsku refsins, manndóm, virtú, ef trúa skal lýs-
ingu Machiavellis. En af árangursríkum eiginleikum á einstökum
sviðum mannlífsins ætti að varast að draga víðtækar ályktanir um
manneðlið í heild sinni. Stephan G. Stephansson benti á það í al-
kunnri vísu, að hálfsannleikur væri oftast óhrekjandi lygi. Það er að-
eins hálfsannleikur um manneðlið, hvernig menn geta orðið í baráttu
um völd.
Víkjum þá að síðari spurningunni. Setjum svo, að valdabarátta í
67 Til dæmis má nefna „Könnun á viðhorfum til opinberrar þjónustu" (Félagsvísinda-
stofnun, maí 1989). Þar kemur fram, að 6% aðspurðra telur alþingismenn standa
sig vel, 55% sæmilega og 39% illa.
68 Alexis de Tocqueville: Democracy in America, ritstj. P. Bradley, 2. bindi (Random
House, New York 1945), 131. bls.
69 Sbr. t. d. Karl Marx og Friðrik Engels: „Kommúnistaávarpið" í Úrvalsritum, I. bindi
(Heimskringla, Reykjavík 1968), 29. bls.: „Hinum hrollhelgu sýnum guðhrædds
sveimhuga, riddaralegs eldmóðs og smáborgaralegrar angurværðar hefur [borg-
arastéttin] komið fyrir í drekkingarhyl bragðvísrar sérgæsku."