Saga - 1993, Side 103
MACHIAVELLI OG LÖGMÁL VALDABARÁTTUNNAR
101
einræðisríkjum laði fram grimmd, undirferli og aðra vonda eigin-
leika, auk þess sem valdhafar telji sér allt leyfilegt á stríðstímum.
(Sagt er, að sannleikurinn sé alltaf fyrstur til að falla í styrjöldum.) En
heldur frjáls samkeppni stjórnmálaflokka í lýðræðisríkjum um ríkis-
valdið ekki aftur af ráðamönnum, að minnsta kosti á friðartímum?
^eyðast stjórnmálamenn ekki til þess að sinna óskum, löngunum og
þörfum kjósenda sem best á nákvæmlega sama hátt og framleiðendur
a frjálsum markaði verða að fullnægja þörfum neytenda sem best?
Verða valdhafar ekki að hegða sér miklu betur í lýðræðisríkjum en
annars staðar? Hin háværa krafa manna á nítjándu öld um takmörk-
Un valdsins hvíldi vissulega á hinni machiavelh'sku hugmynd, að
miða yrði við valdsmenn, eins og þeir gætu verið, ekki eins og þeir
ættu að vera. Lýðurinn vantreysti stjórnendum sínum, konungum og
keisurum, og setti þeim þess vegna strangar skorður. En á þessi krafa
við, eftir að lýðurinn fékk að velja valdsmenn úr sínum hópi? Þurfa
borgarar lýðræðisríkjanna að hafa áhyggjur af takmörkun valdsins?
Stjórnar þjóðin sér nú ekki sjálf? Valdhafar vestrænna lýðræðisríkja
virðast einmitt sauðmeinlausir flestir. Þeir bera lítinn svip af machía-
vellistum eins og Richelieu kardínála, Friðrik Prússakóngi, Múhameð
Alí, Hitler og Stalín.
Ýmsar mikilvægar ástæður liggja þó til þess, að nú kann að vera
jafnbrýnt og í tíð kónga og keisara fyrri alda að setja valdsmönnum
strangar skorður.70 Ein er, að gera verður ráð fyrir sams konar mönn-
Urn í stjórnmálum og viðskiptum. Þótt ólíkir leikir mannlífsins laði
fram ólíka eiginleika, stíga sömu menn inn á markaðinn og upp í op-
inberar stofnanir. Leikreglur eru ekki hinar sömu í viðskiptum og
stjórnmálum, en þeir menn, sem við þær búa, eru hinir sömu. Neyt-
endur og kjósendur eru einn og sami hópur. Nú er almennt gert ráð
fyrir eigingjörnum mönnum í viðskiptum. Við því er búist, að menn
stundi viðskipti í ágóðaskyni, ekki af mannúðarástæðum. Þess vegna
hika flestir við að veita einkafyrirtækjum einokunaraðstöðu að nauð-
synjalausu. Þeir eru hræddir um, að slík fyrirtæki muni misnota að-
stöðu sína. Ber ekki með sömu rökum að gera ráð fyrir eigingjörnum
mönnum í stjórnmálum? Eru fræðimenn ekki ósamkvæmir sjálfum
seL ef þeir búast við eigingjörnum mönnum í viðskiptum, en óeigin-
Sbr. sérstaklega H. Geoffrey Brennan og J. M. Buchanan: The Reason of Rules (Cam-
bridge University Press, 1985), 65. bls.