Saga - 1993, Qupperneq 105
MACHIAVELLI OG LÖGMÁL VALDABARÁTTUNNAR 103
ar*na, að láta sér ekki til hugar koma storm meðan sjór er sléttur."72
Þetta er svipuð hugsun og lá að baki veðmáli Pascals, sem þegar hef-
Ur verið minnst á. Menn tapa minna á því að gera jafnan ráð fyrir
vondum valdsmönnum en þeir vinna á því að vonast eftir góðum.
Þess vegna er skynsamlegt að veðja á eða búast við vondum valds-
ruönnum.
Tvær aðrar ástæður eru til þess, að jafnan verður að gera ráð fyrir
rnachíavellistum í stjórnarstólum lýðræðisríkja, þótt oft geti þar setið
hinir mætustu menn. Önnur er sú, að stundum getur verið skynsam-
'egt, jafnvel óhjákvæmilegt, fyrir fáa óeigingjarna og góða menn að
breyta hegðun sinni, séu þeir í keppni við marga eigingjarna og
yonda menn, þótt ekki sé nema til þess að verja sig. Leikjafræðingar
hafa einmitt komist að þeirri niðurstöðu, að oftast velji skynsamir
rnenn einhvers konar endurgjaldsreglu í leikjum mannlífsins: Komi
einn maður vel fram við annan, getur hann búist við því, að sá komi
vel fram við sig, og öfugt. Menn endurgjalda illt með illu og gott með
góðu. Machiavelli lýsti þessari ástæðu með sínum hætti: „Raunveru-
leikinn er, að sá sem vill ástunda dyggðir í hvívetna kemst í vandræði
rneðal hinna mörgu sem virða dyggðir einskis."73 Hin ástæðan til
þess, að menn þurfa að vera á sérstöku varðbergi gegn stjórnmála-
rnónnum, jafnvel í lýðræðisríkjum, liggur í „innvali" í stjórnmál.
Hverjir sækja það fastast að fá í hendur völd? Hverjir eru reiðubúnir
bl að fórna mestu fyrir það? Líklegast er, að slíkir menn séu sérstakr-
ar gerðar. Þeir vilji einmitt beita völdunum til þess að hafa áhrif á
hegðun samborgara sinna. Geti þeir ekki náð markmiðum sínum með
fortölum og áróðri, reyna þeir valdboð, en til þess þurfa þeir að öðlast
vóld. Venjulegir borgarar geta einmitt búist við því af þeim, sem
s*kjast af mestu kappi eftir völdum, að þeir muni beita völdum sín-
um á einhvern þann hátt, sem gengur þvert á hugmyndir eða hags-
ITluni alþýðu manna. Takist bindindismönnum ekki að tala um fyrir
samborgurum sínum, reyna þeir að hafa áhrif á ríkið, svo að það beiti
a*menning valdi, takmarki aðgang hans að áfengi, hækki verð þess
UPP úr öllu valdi og svo framvegis. Þeir íslendingar, sem ekki geta
8ert út á fiskimiðin, gera þess í stað út á opinbera sjóði. Hagfræðingar
hynnu að orða svipaða hugsun svo: Hverjir munu bjóða hæsta verð
72 Furstin„,24. kafli, 112. bls.
73 Furstinn, 15. kafli, 72. bls.