Saga - 1993, Síða 106
104
HANNES HÓLMSTEINN GISSURARSON
fyrir einokunaraðstöðu? Vafalaust þeir, sem hyggjast nota hana sjálf-
um sér í hag.
Af öllum þessum ástæðum verður að gera ráð fyrir því, að leikend-
ur í þessum leik mannlífsins, stjórnmálum eða valdabaráttu, séu eig-
ingjarnir, jafnvel þótt þeir séu lýðræðislega kjörnir. Leikreglur lýð-
ræðislegra stjórnmála gefa enn fremur tilefni til þess að ætla, að
valdsmenn séu ekki eins vel upplýstir og þeir þyrftu að vera. Þeir fá
miklu betri upplýsingar um skammtímahagsmuni skipulagðra, fá-
mennra hópa en langtímahagsmuni slíkra hópa eða um hagsmuni
óskipulagðra og fjölmennra hópa. Til þess að geta látið stjórnmála-
menn vita af hagsmunum sínum verður fólk að vita af þeim sjálft og
hafa líka talsverða hagsmuni af því að láta stjórnmálamenn vita af
þeim. Ungt fólk, sem kemst ekki í nám eða störf, vegna þess að ein-
stakar starfsstéttir hafa lokað greinum sínum, áttar sig sjaldnast á því,
hvaða kostir hafa verið teknir af því. Bændur hafa hver og einn mikla
hagsmuni af því að berjast fyrir millifærslum til sín, en neytendur og
skattgreiðendur hver og einn litla hagsmuni af því að verjast slíkum
millifærslum. Gróði af millifærslunum skiptist á fáa, tapið á marga.
Af þessum sökum taka stjórnmálamenn oft hagsmuni einhvers minni-
hluta fram yfir hagsmuni meirihlutans, til dæmis hagsmuni starfandi
lyfsala fram yfir hagsmuni hugsanlegra lyfsala og hagsmuni bænda
fram yfir hagsmuni neytenda og skattgreiðenda. Stundum er lýðræði
sagt vera stjórn við umræður, government by discussion. En í umræð-
um er oftast tekið mest tillit til þeirra, sem geta látið í sér heyra,
standa næstir hljóðnemunum, eru mælskastir eða hafa mesta hags-
muni af því að tala. Þess vegna greiða bændur í Týról niður óperu-
ferðir menntafólks í Vínarborg og sjómenn í Bolungarvík skólagöngu
efnafólks í Reykjavík.
Enn vandast málið. Ekki verður eingöngu að búast við eigingjörn-
um og óupplýstum fulltrúum fólksins í valdastöðum, heldur líka
skammsýnum. Valdsmenn í lýðræðisríkjum eru kosnir til skamms
tíma. Sjóndeildarhringur stjórnmálamanna er miklu þrengri en ein-
staklinga; hann nær oftast aðeins fram að næstu kosningum; stjórn-
málamenn hugsa í kjörtímabilum, ef svo má segja. Harold Wilson
sagði, að vika væri langur tími í stjórnmálum. Einstaklingar, sem
standa andspænis mikilvægum ákvörðunum, svo sem námsvali og
húsakaupum, taka alla ævina með í reikninginn. Ef þeir taka skyn-
samlega ákvörðun, þá vita þeir, að hún gagnast þeim og afkomend-