Saga - 1993, Page 171
GUÐMUNDUR HÁLFDANARSON
Biskupasögur hinar nýju
Um ævisögur fjögurra stjórnmálamanna*
Snemma á 13. öld, eða í árdaga íslenskrar sagnaritunar, komst á sá
siður að rita sögur biskupa, en þeir töldust þá til helstu frammámanna
meðal landsmanna. I þessum sögum var fylgt hefðum í ævisagnarit-
un miðalda, segir Sverrir Tómasson í nýju yfirlitsriti um íslenska bók-
menntasögu, þar sem að „jafnaði var í upphafi sagt frá foreldrum og
ætterni mannsins og síðan dvalist nokkuð við hvert það æviskeið sem
höfundinum þótti vert að geymdist í minni manna." í slíkum sögum
er oftast rækilega skýrt frá mannkostum söguhetjanna, en „sökum
lofsins ber lítið á því að greint sé frá skapgerðargöllum", heldur Sverr-
lr áfram, því verða „mannlýsingarnar ... mjög einhæfar og af tilfinn-
■ugalífi fara litlar sögur."1 Nú er að mestu liðin sú tíð að skrifaðar séu
sögur biskupa, enda hefur hlutur þeirra í menningu og stjórnmálum á
Islandi rýrnað mjög frá því sem var fyrr á öldum. Þetta þýðir hins
Vegar ekki að þær hefðir í ævisagnaritun sem biskupasögurnar hófu
til vegs séu algerlega fyrir bí. Þannig virðist sú þörf að reisa mikil-
Vaegum persónum í sögu þjóðarinnar minnismerki með lífssögu vera
1 fullu gildi nú á síðasta áratug 20. aldar, a.m.k. ef marka má þann
fjölda slíkra rita sem út kemur á hverju ári hér á landi.
Sennilega eru engin bein tengsl á milli biskupasagna og ævisagna
stjórnmálamanna á 20. öld. Biskupasögur voru greinilega undir mikl-
Urr> áhrifum frá latneskri mælskufræði og hvötina að ritun þeirra er
að önna í pólitískum aðstæðum á ritunatímanum.2 En þó svo að ís-
ienskir ævisöguritarar nútímans séu fæstir vel að sér í mælskulist
nuðalda og grundvöllur stjórnmálanna hafi breyst mjög á þeim nær
atta öldum sem liðnar eru síðan fyrstu sögur biskupa voru ritaðar, þá
^já aftanmálsgrein.
1 Guðrún Nordal, Sverrir Tómasson og Vésteinn Ólason (ritstj.), ístensk bókmenttla-
2 Sí!%n t- bd. (Reykjavík: Mál og menning, 1992), bls. 345.
Sama rit, bls. 345-55 og Jónas Kristjánsson, „Bókmenntasaga," í Sigurður Líndal,
rilstj., Snga íslands 2. bd. (Reykjavík: Hið íslenzka bókmenntafélag og Sögufélagið,
1975), bls. 243-5.
S/'G/'- tfmarit Sögufélags XXXI - 1993, bls. 169-190.