Saga - 1993, Page 176
174
GUÐMUNDUR HÁLFDANARSON
dómsmálaráðherrann í fangelsi vegna meints lagabrots, sér Indriði
ekkert athugavert við framkomu Hermanns Jónassonar; „gerði [Her-
mann] þarna skyldu sína samkvæmt laganna hljóðan", segir hann
(Frmn fi/rir skjölchi, bls. 95), þó svo að flestir myndu taka undir skoðun
Gylfa Gröndals þar sem hann kallar lögsóknina gegn Magnúsi
„dæmafáa pólitíska ofsókn" (Ásgeir Ásgeirsson, bls. 242). Indriði finn-
ur hins vegar megna pólitíska lykt af kollumálinu tveimur árum síð-
ar, og það sennilega ekki að ástæðulausu, en þar stóð Magnús Guð-
mundsson fyrir rannsókn á meintu æðarkolludrápi Hermanns í Or-
firisey. Niðurstaða þess rnáls var svipuð og í máli Magnúsar, þar sem
Hermann var dæmdur í sektir í undirrétti en sýknaður í hæstarétti.
Þrátt fyrir skyldleikann er umsögn Indriða um málin tvö mjög ólík: í
fyrra tilvikinu fylgdi dómarinn í undirrétti (Hermann) aðeins lögum
og breytti ógilding dómsins í hæstarétti engu um þá staðreynd, í hinu
síðara sannaði sýkna fyrir hæstarétti sakleysi hins ákærða (Her-
manns) og löglausa hlutdrægni setudómarans í málinu (sbr. Frmn fyr-
ir skjöldu, bls. 113).
Það kemur því ekki á óvart að greining Indriða G. Þorsteinssonar á
pólitískum skoðunum Hermanns Jónassonar ristir heldur grunnt. Her-
mann hóf þátttöku í stjórnmálunum sem stuðningsmaður „vinstra
arms" Framsóknarflokksins, segir Indriði, eða sem liðsmaður sveitar
„bæjarradikala" undir leiðsögn Jónasar frá Hriflu. Hermann, eins og
hinir „radikalarnir", „var með öllu ódeigur ... að sýna fram á að
þröng og einstrengingsleg bændapólitík flytti ekki langt þá fram-
þróun þjóðar og lands sem þeir höfðu fyrir augum" (Frnm fijrir skjöldu,
bls. 114). Þegar Hermann var svo kjörinn á þing með 359 atkvæðum
Strandamanna virðist hagsmunagæsla fyrir bændur hafa lent ofar á
stefnuskránni en hagsmunir fólksins í bæjunum. Helsta framlag Fram-
sóknarflokksins við stefnumótun „stjórnar hinna vinnandi stétta" var
endurskipulagning á sölumálum bænda, sem fól m.a. í sér „að lág-
marksverð á kindakjöti yrði ákveðið af opinberum aðila. Hindrað yrði
óhæfilegt framboð kjöts á einstökum markaðsstöðum ..." og greitt
væri „verðjöfnunargjald af öllu kjöti innanlands og því varið til að
bæta upp verð á útfluttu dilkakjöti." í sölu mjólkur var miðað við að
„hindra of mikið framboð á neyslumjólk með því að leggja á hana
verðjöfnunargjald og nota það til uppbótar á vinnslumjólkina." Þessi
lög telur Indriði hafa reynst „vel og hafa síðan komið bæði neytend-
um og framleiðendum til góða" (Frnm fyrir skjöldu, bls. 143-4). Hann