Saga - 1993, Page 179
BISKUPASÖGUR HINAR NÝJU
177
gefa vissa innsýn í skoðanir eins þátttakandans í sjónarspilinu.8 Reynd-
ar kemur ekki margt nýtt fram í minningum Asgeirs, en þó er frásögn
hans af deilum Helga Tómassonar og Jónasar frá Hriflu athyglisverð
þó hún sé kannski lituð af fjarlægðinni frá því að atburðirnir gerðust
(Ásgeir Ásgeirsson, bls. 224-7).9 Umfram þetta gera slíkar sögur lítið
rneira en styrkja trú hinna frelsuðu á málstaðnum, en hlutdrægni
frásagnarinnar er allt of augljós til að sannfæra hina.
Jón Þorláksson
Með útkomu ævisögu Jóns Þorlákssonar er stigið lokaskrefið í skipu-
legri „endurreisn" þessa merka stjórnmálamanns sem hefur horfið í
hálfgerða gleymsku þrátt fyrir að hafa stýrt stærsta stjórnmálaflokki
Islands fyrstur manna. Höfundur bókarinnar, Hannes Hólmsteinn Giss-
urarson, hefur sinnt þessu starfi af elju sem framkvæmdastjóri Stofn-
unar Jóns Þorlákssonar og með útgáfu fóns Þorlákssonar forsætisráðherra
hefur hann tryggt fyrsta formanni Sjálfstæðisflokksins öruggan sess í
sögu stjórnmálanna.
Ævisaga Jóns Þorlákssonar er margslungin bók. Skipulag hennar er
þrauthugsað og á bakvið verkið liggur bæði víðtæk og hugvitsamleg
heimildavinna. Textinn rennur Ijúflega áfram, skreyttur með skemmti-
sögum og vísum sem bæði lífga upp frásögnina og færa lesandann
uær tíðaranda fyrstu áratuga 20. aldar. Málfar er oftast með ágætum,
stíllinn er látlaus en vandaður - helst að einstaka tilraunir til skáld-
legra líkinga stingi í stúf („í afviknum skotum skyndikonur, sem
teygðu varir nautnalega að saklausum sveitapiltum ofan af íslandi"
(bls. 51), „rammger gufuskip ösluðu um heimsins höf; járnbrautar-
teinar fikruðu sig um fjöll og dali" (bls. 137), „jörðin kútveltist að
VGnju í kringum sólina" (bls. 346), „fátæktin var alls staðar nálæg eins
°8 norðanvindurinn. Hún hvein í Ijá kotungsins og þyngdi árar ver-
® Það skal tekið fram að frásagnir stjómmálamanna þurfa alls ekki að vera neitt áreið-
anlegri sem heimild um sögulega atburði en hlutdrægustu helgisögur (sbr. Valdi-
War Unnar Valdimarsson, „I eldlínu á kreppuárunum. Nokkrar vangaveltur í
tilefni af endurminningum tveggja stjórnmálamanna," Saga 22 (1984), bls. 243-61),
en þær eru þó alltént vitnisburður um skoðanir þeirra og viðhorf.
^ Guðjón Friðriksson hefur nýtt sér kjarnann úr þessari frásögn í Dómsmálaráðherr-
a"n, bls. 144-6.
12-saca