Saga - 1993, Page 180
178
GUÐMUNDUR HALFDANARSON
búðarfólks" (bls. 350)). Inn í frásögnina, sem er sögð í tiltölulega hefð-
bundnum ævisagnastíl, fléttar höfundur svo greiningu sína á þjóð-
félags- og stjórnmálaþróun á tímabili Jóns Þorlákssonar. Allt er þetta
gert eftir ströngustu vinnureglum sagnfræðinnar, þar sem vísað er í
heimildir af nákvæmni og heimilda er leitað bæði í frumtextum og
eftirheimildum.10 Saga Jóns Þorlákssonar er því skrifuð á allt öðru
plani en ævisögurnar tvær sem gerðar voru að umtalsefni hér að
framan.
Meginstefið í ævisögu Jóns Þorlákssonar er að söguhetjan hafi verið
merkilegur stjórnmálamaður, eða maður sem bæði setti svip á sam-
tíma sinn og hafði mótandi áhrif á þróun framtíðarinnar. Aðdáun
Hannesar á Jóni er mikil, en þó ekki blind - a.m.k. lokar hann aðeins
öðru auga fyrir göllum Jóns. Hannes dregur t.d. enga fjöður yfir þá
staðreynd að Jón var lítt við alþýðuskap - „lítill bókmenntamaður og
málkunningi fárra" (bls. 549),* 11 „merkilegur forystumaður, en gat
verið ákaflega fráhrindandi", er haft eftir Bjarna Benediktssyni (bls.
229) - og að hann var heldur einhæfur í áhugamálum sínum og mál-
flutningi (sbr. bls. 436). Hann gengur ekki svo langt að segja Jón leið-
inlegan, en fer þó nærri því.
Það er kannski af þessum sökum sem Hannes kemst aldrei mjög
nálægt persónunni Jóni Þorlákssyni - og mér er reyndar til efs að al-
mennir Iesendur hafi neinn sérstakan áhuga á því að kynnast mann-
inum Jóni Þorlákssyni náið. Eins og hann birtist hjá Hannesi er Jón
hvorki töfrandi persónuleiki né fráhrindandi; hann er traustur, rök-
fastur og glöggur, en ekki leiftrandi eða ögrandi. Til að gefa sögunni
spennu, og auka skemmtunargildi hennar um leið, spinnur Hannes
oft vef frásagnar sem kemur sögupersónunni Iítið við umfram það aö
10 Stundum saknaði ég þó tilvísana í heimildarit við lestur bókarinnar. Sem damu
má nefna bls. 460 þar sem greining Hannesar á félagslöggjöf og verslunarke ^
fyrri alda minnir óneitanlega mjög á kenningar Gísla Gunnarssonar án þess a
rita hans sé getið.
11 Bókmenntasmekkur Jóns virðist ekki hafa verið hátt skrifaður meðal samtuna^
manna hans, a.m.k. varð Jónas frá Hriflu forviða þegar Jón líkti honum við^ ^
konung: „Það er nú einn af megingöllum hæstv. ráðherra að hann ber ekki u
minnsta skynbragð á það sem kallaö er fagrar listir og skáldskapur ■■ • Ef hann
hefði gáfnafar til þess að skilja Shakespeare þá mundi hann ekki halda jafn
lausar ræður hér á þingi og hans er vandi." Tilv. tekin úr Guðjón Friðriksson,
plóginn íaimnrri heiuli, bls. 282.