Saga - 1993, Page 185
BISKUPASÖGUR HINAR NÝJU
183
verðið hærra en á mestallri innfluttri vöru" (bls. 494). Vandamál fá-
tæktar tengdust atvinnuleysi sem stafaði fyrst og fremst, ef ekki ein-
göngu, af of háum launum verkafólks. Því miður eru röksemdir
Hannesar fyrir þessum fullyrðingum af skornum skammti - og jafn-
vel þó svo að samband Iauna á vinnumarkaði og atvinnuleysis hafi
verið það sem Hannes fullyrðir þá á ég bágt með að sjá að tilgangur
Gúttóslagsins hafi verið að mótmæla almennum launalækkunum í
þjóðfélaginu, eða verið þáttur í meintum hagsmunaátökum'þeirra
sem höfðu atvinnu og hinna sem voru atvinnulausir.
Sennilega er öll saga á einhvern hátt samtímasaga, þ.e. umfjöllun
um jafnvel fjarlægustu fortíð mótast af viðhorfum og áhugamálum
sagnfræðingsins. Að mínu mati gengur Hannes H. Gissurarson allt of
langt í þessu efni, jafnvel þannig að greining á árunum milli stríða
verður bein röksemd í deilumálum ofanverðrar 20. aldar. ímynduð
ferð Jóns Þorlákssonar upp á Öskjuhlíð verður Hannesi t.d. tilefni til
að benda á að Reykjavík hafi vantað ráðhús á dögum Jóns og slík
bygging hafi ekki komist í gagnið fyrr en 1992 (bls. 508). Eins stenst
Hannes ekki freistinguna að minnast á „útsýnishús Hitaveitunnar",
Perluna, en það er að mati hans „eitt glæsilegasta hús á íslandi og
þótt víðar væri leitað, sannkölluð perla Reykjavíkur, stolt landsmanna,
tákn hinna tæknilegu afreka, sem íslendingar hafa unnið" (bls. 541).
Ekki er mér grunlaust um að samband höfundar og Davíðs Odds-
sonar (sbr. bls. 551) hafi haft einhver áhrif á þá áherslu sem lögð er á
byggingarnar tvær - a.m.k. á ég erfitt með að ímynda mér meiri and-
stæðu við hagstjórnarstefnu Jóns Þorlákssonar en einmitt byggingu
dýrra glæsibygginga á þenslutímum, án þess að með því sé nokkur
dómur lagður á réttmæti bygginganna. Boðorð Jóns í opinberri fjár-
málastjórn, sem sumir af eftirkomendum hans hefðu mátt hafa að
leiðarljósi, var að opinberir aðiljar skyldu draga saman seglin er vel
áraði en hefja frekar framkvæmdir á tímum samdráttar (sbr. bls.
448-9).
Sagan af Jóni Þorlákssyni er því helgisaga. Hún er þó ekki hefð-
bundin dýrlingasaga, heldur fremur helgisaga hugmynda og stofn-
Ur>ar. Sigurvegarinn er vitanlega Jón Þorláksson, en fyrst og fremst
sem fyrsti formaður Sjálfstæðisflokksins. í íhaldssömu frjálslyndi Jóns
finnur Hannes þann hugmyndafræðilega grunn sem hann vill reisa
stefnu flokksins á. Greining hans á manninum Jóni Þorlákssyni og
hugmyndaheimi hans er almennt bæði glögg og tímabær, en sjálf