Saga - 1993, Síða 189
BISKUPASÖGUR HINAR NÝJU
187
mýkir og sefar hörkuna og eigingirnina, nálægir mennina hvern öðr-
um, kennir þeim að finna til, starfa eins og vinir eða góðir bræður"
(Með sverðið íannarri hendi, bls. 65). Jónas frá Hriflu var því ekki aðeins
róttækur stjórnmálamaður, heldur byltingarmaður, þótt takmark
byltingarinnar sé ekki alltaf augljóst eða vel mótað í málflutningi
hans. Samlíking Kristjáns Albertssonar, þegar hann segir feril Jónasar
minna sig „alltaf á líf Robespierre's ..." (Með sverðið íannarri hendi, bls.
249), fer því mjög nærri hinu sanna. Starfsaðferðir þessa franska bylt-
ingarleiðtoga og framsóknarmannsins íslenska voru sannarlega ekki
líkar, en báðir byggðu þeir völd sín á krafti orðsins og báðir stefndu
þeir að einhvers konar spartönsku samvinnuþjóðfélagi, þar sem
menn höfðu dyggðir frekar en eigingirni að leiðarljósi í lífinu.13
Fátt var líkt með lífshlaupi þeirra Jónasar Jónssonar frá Hriflu og
Maximiliens Robespierres frá Arras, en samt áttu þeir það sameiginlegt
að hvorugur náði fyrirheitna landinu. Jónas öðlaðist mikil völd í ríkis-
stjórn Tryggva Þórhallssonar á árunum 1927-32, og hann hikaði ekki
við að beita þeim, eins og Guðjón Friðriksson lýsir af nákvæmni í
öðru bindi ævisögunnar. Kom þetta m.a. skýrt fram í embættisveit-
ingum Jónasar og stöðugum deilum hans við embættis- og útgerðar-
menn (sbr. Dómsmálaráðherrann, bls. 53-70,121-32 og víðar). Er líður á
ráðherratímann er þó eins og Jónas missi fótanna í pólitíkinni, en
stundum var sem aðdáun fylgismanna á honum hafi fölnað við nán-
ari kynni „sumpart vegna skapofsa og ráðríkis, en því miður einnig af
því, að flestir fundu margt lágt og lítt sæmilegt í skapgerð hans og at-
höfnum", segir Steingrímur Steinþórsson.14 Vaxandi einangrun Jón-
asar stafaði því að hluta til af vanstillingu ráðherrans og skorti á
sveigjanleika sem varð Framsóknarflokknum fjötur um fót í sam-
starfinu við Alþýðuflokkinn í byrjun kreppunnar. I atferli hans birtast
klassísk einkenni byltingarmannsins sem trúir að hann hafi höndlað
sannleikann og á því erfitt með að sjá nokkuð jákvætt í skoðunum
andstæðinga sinna. Málamiðlun er svik við hið heilaga takmark og
Femur því ekki til greina. Staðreyndin var hins vegar sú að fæstir
H Sbr. greiningu Fran<;ois Furets á orðræðu byltingarinnar í Penser la RávhtUon
Franqaise (París: Editions Gaillmard, 1978).
H Steingrímur Steinþórsson, Sjálfsæi’isaga I, bls. 189. Sbr. einnig Bernharð Stefáns-
son, Enclurminningar rilaðar af honum sjdlfum I (Akureyri: Kvöldvökuútgáfan, 1961),
bls. 188-90.