Saga - 1993, Blaðsíða 194
192
BJÖRN S. STEFÁNSSON
Um það hvað hafi ráðið afstöðu dana við samningsgerðina 1901,
sagði Júlíus:3
Sjálfsagt er erfitt nú að upplýsa, hvað ráðið hefur stefnubreyt-
ingunni hjá ríkisstjórn Dana, að hafa konungsúrskurðinn frá
22. febrúar 1812 og öll eldri lagaboð um stærð íslenzku land-
helginnar gjörsamlega að engu, en hitt er vitað, að að öðru
leytinu sóttu stjórnarvöld Stóra-Bretlands það mjög fast, gæt-
andi hagsmuna enskra útgerðar- og sjómanna, að draga sem
mest úr landhelginni umhverfis ísland og Færeyjar, og að hinu
leytinu var danskur landbúnaður í miklum uppgangi og þurfti
á sem hagkvæmustum samningum að halda einmitt við Eng-
lendinga, sem voru þá og eru enn aðalneytendur danskra
eggja og svína.
Rit Júlíusar um landhelgina geymdi erindi hans og ritgerðir allt frá
1918, án þess að getið sé upprunalegrar birtingar. Þar verður ekki séð
hvenær hann setti þessa skýringu á afstöðu dana fyrst fram, en eftir-
grennslan leiddi í ljós, að framangreind orð hans eru úr grein í Víkingi
1947.
Jón tekur fram í báðum ritum sínum, að hann hafi því miður ekki
átt þess „kost að kanna skipulega bresk og dönsk skjalasöfn, er kunna
að geyma gögn varðandi þá sögu, sem hér er reynt að segja. Af þess-
um sökum má ekki líta á þetta mál sem tæmandi um viðfangsefnið,
miklu frekar sem tilraun til frásagnar af einstökum þáttum þess."4
Afsökun þessi á við ritið í heild.
Hvaða vitneskja má ætla að geti fundizt í skjalasöfnum um þetta
sérstaka mál, sem varðar tengingu danskra viðskiptahagsmuna við
landhelgissamninginn? Slík tenging kann vitaskuld að hafa verið án
þess að hafa verið skráð. Öðru máli gegnir um samninga um viðskipti
dana í Englandi á þessum misserum, þegar verið var að fjalla um
landhelgissamninginn. Um það hljóta að vera til heimildir. Þá sögn
heyrði ég ungur, að danir hafi þannig komizt að sömu kjörum og ný-
lendur englendinga, þ. e. a. s. beztu kjörum, eins og iðulega er samið
um, og þess hafi íslendingar raunar riotið sem hluti danaveldis, þegar
útflutningur á smjöri til Bretlands hófst skömmu síðar. Ekki veit ég
hver beztu kjör hafa þá verið í samanburði við almenn kjör. Sá maður
3 Júlíus, 45.
4 Jón, 1982, bls. 9, sbr. sams konar orð 1992, bls. 12.