Saga - 1993, Side 195
TENGSL VIÐSKIPTAHAGSMUNA DANA
193
sem sagði mér var traustur maður og glöggur, landbúnaðarmaður
nákominn Sigurði Sigurðssyni búnaðarmálastjóra, en sögnin er að
vísu ekki skýr í minni mínu. Sigurður var ungur skjólstæðingur Páls
Briems amtmanns, síðast bankastjóra, og Stefáns Stefánssonar skóla-
meistara.5 Sigurður var mikilvirkur í landbúnaðarmálum allt frá alda-
mótum. Meðal annars beitti hann sér fyrir rekstri rjómabúa, sem
gerðu smjör og seldu út. Páll og Stefán voru sem alkunna er at-
kvæðamiklir stjórnmálamenn og Stefán æskuvinur og aldavinur Val-
týs Guðmundssonar ráðherraefnis í Kaupmannahöfn. Ég hef leitað
ritaðrar heimildar um þetta atriði, en ekki fundið, og er raunar ekki
sannfærður um, að þessi sögn, að viðskiptakjör dana hafi verið bætt
með samningi, eigi við rök að styðjast. Grein þessi er samin til að
minna á nauðsyn þess að kanna heimildir um það efni, áður en álykt-
að sé um það til eða frá.
Það er ekki gott að átta sig á því, hvort Jón telji, að danir hafi látið
undan englendingum með landhelgissamningnum. Hann segir ann-
ars vegar, að danir „hafi haft fram það, sem þeir vildu: að „Norður-
sjávarlandhelgi" yrði viðurkennd við ísland og Færeyjar."6 Hins veg-
ar segir hann:7
Með samningnum 1901 féllu dönsk stjórnvöld endanlega frá
því, að gamla fjögurra sjómílna landhelgin gilti við Island.
Hún var að vísu ekki numin formlega úr gildi, en tilskipanir
og bréf um hana skiptu ekki lengur máli, engri þjóð var gert að
hlíta henni. Vissulega má færa rök fyrir því, að hér hafi verið
látið undan síga, en það breytir því ekki, að um síðustu alda-
mót var þriggja mílna „Norðursjávarlandhelgi" orðin viður-
kennd regla við strendur ríkja, er lágu að Norður-Atlantshafi.
Eina undantekningin var Noregur, sem hélt fram fjögurra sjó-
mílna landhelgi... Dani skorti þrótt til að standa á móti Bretum
og öðrum stórveldum í þessum efnum. Þeir urðu að láta und-
an síga fyrir kröfum samtímans, kröfum, sem stórveldin gerðu
að sínum.
Var það ekki heldur svo, að stórveldin gerðu kröfur sínar að kröfum
samtímans?
5 Sigurður Sigurðsson. Ævisaga.
6 Jón, 1982, bls. 145.
7 Jón, 1982, bls. 145-6.
13-SAGA