Saga - 1993, Page 202
200
ANDMÆLI OG ATHUGASEMDIR
17.548 sem er fjölgun um 30.3% frá félagatölu ASÍ 1938.11 Hér er því í raun
um mikla fjölgun að ræða og því til styrktar tilgátu Huldu. Ég vil þó taka að
mér málsvörn fyrir myrkrahöfðingjann og hreyfa þrennskonar andmælum.
a) Meðaltöl hafa tilhneigingu til að fela meira en þau sýna. Ég athugaði
félagaþróun nokkurra verkalýðsfélaga eins og hún birtist í þingtíðindum ASI
1932-42. Niðurstaðan er að það er ákaflega misjafnt hvort félögin sýna
óvenjumikla fjölgun tímabilið 1938-40.
Verkalýðsfélag Fjölgun 1938^0 Meðaltalsfjölgun 1932-42
Verkalýðsfélag Vopnafjarðar 92,5% 21,8%12
Verkalýðsfélag Akraness 72,8% 20,6%
Framsókn, Reykjavík 27,7% 3,5%
Sjómannafélag Reykjavíkur 27,4% 6,4%
HÍP 12,3% 9,5%
Dagsbrún 18,9% 18,2%
Báran, Eyrarbakka 10,6% 15,8%
Baldur, Isafirði 4,2% 14,3%
Iðja, Reykjavík 35,8% 117,1%13
Af þessum níu félögum eru þannig fjögur sem sýna fjölgun vel yfir meðal-
tali. Tvö eru með svipaða fjölgun og þrjú eru undir meðaltali. Hjá flestum er
um miklar sveiflur að ræða milli ára. Vilji menn halda í tilgátuna um fjölgun-
aráhrif vinnulöggjafarinnar verður að útskýra hvers vegna þau birtast svona
misjafnlega.
b) í sjálfu sér er stór spurning hversu byggjandi er á félagatölum ASÍ. Hin-
ar miklu sveiflur sem eru í félagafjölda vekja tortryggni. Þannig er fjölgunin
hjá Sjómannafélagi Reykjavíkur 1938-40 fimm sinnum meiri en nokkurt ann-
að árabil 1932-44. Og hvað Framsókn varðar er 1938-40 eina tímabilið ára-
tuginn 1934-44 sem fjölgar í félaginu. Annars er alltaf fækkun. Nú er í sjálfu
sér hugsanlegt að eitthvað það sé í gerð einhverra verkalýðsfélaga sem gert
hafi að verkum að vinnulöggjöfin hafi nýst þeim óvenju vel. Þannig má t.d.
ímynda sér að löggjöfin hafi komið sér vel fyrir verkakvennafélög sem yfir-
leitt munu hafa átt erfiðara uppdráttar en karlafélög. Þetta er þó opin spurn-
ing og verður ekki svarað nema með frekari rannsóknum.14
11 Hér ber að athuga að ASÍ taldi úrsögn nokkurra verkalýðsfélaga ólöglega og því
em þau félög með í heildartölum ASI og jafnframt í þeim félagatölum Landssam-
bandsins sem Þjóðviljiim (og Hulda) birtir. Og raunar eru fleiri félög tvítalin eða
alls tíu félög með 1200 félaga. Þetta er leiðrétt hér.
12 Engar tölur fyrir 1932 og 1934.
13 Engar tölur fyrir 1932.
14 Hér er einnig rétt að hafa í huga ummæli Héðins Valdimarssonar á Alþingi 1938
en hann mátti manna gerst þekkja ástandið í verkalýðshreyfingunni: „Og víða á
landinu er það svo, að allt verkafólk er í stéttarfélögum, eins og t.d.'hér í Reykja-
vík." Alþingistíðindi 1938 B, 852.