Saga - 1993, Side 215
RITFREGNIR
213
hans má taka bls. 105 þar sem hann er að rekja sig í gegnum ritaðar heim-
ildir, myndir og fleira til að gera sér mynd af innviðum kirkjunnar, innrétt-
ingu og hvort hún átti hljóðfæri. í lok kaflans er svo sett upp samhengi
kirkjubygginga á 19. öld og hvernig byggingarlag þeirra þróaðist.
Því næst er fjallað um Valgerðarkirkju sem var reist árið 1802 og er kennd
við Valgerði Jónsdóttur, ekkju Hannesar Finnsonar síðasta biskupsins í Skál-
holti. Hún var byggð úr leifum Brynjólfskirkju og er talin síðasta kirkjan sem
uppi stóð í hinum gamla stíl miðaldakirkjubygginga á Íslandi. Enn rekur
höfundur sig samviskusamlega í gegnum minjar og heimildir. Hann sýnir
hvernig viðir úr sóknarkirkjunni voru nýttir í Valgerðarkirkju áður og seinna
sýnir hann hvernig þeir voru fyrst nýttir í Brynjólfskirkju. Þó fara ýmsir
ágallar að angra lesandann hér. Millivísanir og tilvísanir eru þreytandi og nú
fer lesandann að vanta nafna- og atriðisorðaskrá því bókin er tæplega ætluð
til samfellds aflestrar, nema þá fyrir hörðustu postula húsagerðar. Hún er
handbók, heimildasafn og uppflettirit. Þá eru merkingar í töflum óljósar, s.s.
á bls. 115-16, þar sem er skrá um stærð, byggingarhlutaheiti og innanbúnað-
arnöfn og blandað er saman upplýsingum um stærð, fjölda og tilvist gripa.
Þá hefði vel mátt þýða texta á myndum, s.s. á bls. 118-19, textar erlendra
naanna sem lýsa kirkjunni eru ekki alltaf þýddir af stakri nákvæmni, s.s. texti
Henrys Hollands á bls. 124 þar sem á ensku segir „The church...is one of the
largest we have yet seen..." og verður á íslensku „Kirkjan er hin stærsta sem
við höfum séð..." Þarna þykir mér skakka nokkru.
Á bls. 142 er tafla III en hún er ekki afmörkuð frá texta sem mér þykir lýti
enda auðvelt með ramma (sama gildir um töflur bls. 168 og 169 og víðar) og í
fyrirsögn er meinleg prentvilla (Velgerðarkirkja í stað Valgerðarkirkja, þótt
það kunni að vera meira réttnefni!).
Brynjólfskirkja fær síðan ítarlega umfjöllun enda merkileg þó ekki sé fyrir
aöra sök en þá að mynd af henni prýddi almanök, konfektkassa og margt
fleira þjóðræknislegt hér í eina tíð. Enn einu sinni vindur höfundur allan safa
nr heimildum. Samanburður við aðrar kirkjur og úrvinnsla heimilda er með
óh'kindum og Hörður sýnir enn og aftur hvílíkt „autoritet" hann er um þessi
^iál. Hann rekur vandlega þrautagöngu Brynjólfs biskups við að afla fjár til
kirkjunnar og síðan hörmulega viðhaldssögu hennar svo skrýtna að undrun
sætir að hún stóð í 150 ár.
Hann setur upp töflur yfir byggingarhluta, fjölda og einkenni þeirra en
'esanda er ekki fullljóst hvernig á að lesa úr þeim því merkingar eru ekki út-
skýrðar auk þess sem gloppur má finna, s.s. hvers vegna bitar eru einungis
nefndir í úttekt árið 1674 en ekki 1698, 1722/44/47/54/64/85/99, og hálf-
bitar einungis nefndir 1799 en ekki hin árin. Heimildir eru enda gloppóttar
°8 ekki voru úttektir gerðar eftir stöðluðum eyðublöðum. Síðan er bókin
Prýdd fögrum teikningum þar sem Brynjólfskirkja rís upp Ijóslifandi, s.s. bls.
'89 þar sem höfundur hefur fengið í lið með sér listateiknara, Þorgeir Jóns-
son.
Hörður veltir sér upp úr samanburði við ýmsar kirkjur erlendis á sama
flma og mun sumum lesendum þykja nóg um vangaveltur um dróttir kirkna.
/88*ngarreikningar eru raktir ítarlega. í þeim kafla eru tilvísanir innan