Saga - 1993, Page 224
222
RITFREGNIR
ris („áherslur") inn á tvær til þrjár vísur af mismunandi bragarháttum, þann-
ig væri auðveldara að gefa hugmynd um hljóm fornra kvæða. (I umfjöllun
um hljóðlengd er annars ágætt að nota barnaskólahugtökin „breið" og „grönn"
sérhljóð sem geyma minningu um fornan rithátt langra og stuttra sérhijóða.)
Þegar talað er um fornan kveðskap orkar tvímælis að tala um bragliði (bls.
66) þótt benda megi á braglið í enda dróttkvæðs og hrynhends vísuorðs og
skylt fyrirbæri í lok staka vísuorðsins (þriðja vísuorðs) í ljóðahætti en um það
hæfir raunar betur hið ágæta orð „hljóðfylling" sem notað er á bls. 69.
„Skandering" á ekki heima í flutningi hins forna kveðskapar. Hljómur fornra
kvæða er undarlega seiðandi þegar lesandi fer að venjast honum og vel þess
virði að reyna að kynna nútímalesendum hann þótt það kosti aðeins fleiri
línur í bókmenntasögunni en nú er varið til kynningar bragfræðinni.
Strax í upphafi bragfræðinnar mætti benda lesendum á það merkilega
sérkenni fornra kvæða að þeim er skipt í vísur. Sennilega myndi einfalda
umfjöllun bragfræðinnar að ræða hætti eddukvæða sérstaklega en hætti
dróttkvæða í öðrum kafla.
Eddukvæði fá að vonum allveglegan kafla í bókmenntasögunni (bls. 72-
171). Menn hafa löngum verið forvitnir um aldur kvæðanna en nú er frekar
fjallað um þann lífsskilning sem menn vilja sjá í fornbókmenntum. Vésteinn
kemur sér hjá öllum fullyrðingum um aldur: Yrkisefnin eru ævaforn en
kvæðin skrásett á 13. og 14. öld, þá í íslenskri gerð. Þetta virðist miklu skyn-
samlegri afstaða en kasta öllu í þá ruslakistu sem heitir „í kringum 1200".
Lífsskilning eddukvæða tekur höfundur hins vegar til athugunar og setur
m.a. fram eftirfarandi fullyrðingu (bls. 127):
Þau afrek sem mest eru lofuð í hetjukvæðum eru hermennskudáðir,
og þær dyggðir sem þar varða mestu tengjast einnig samfélagi stríð-
andi manna: líkamleg hreysti, vit og ráðsnilld, óttaleysi gagnvart
dauðanum, fullkominn trúnaður við höfðingja og félaga og skilyrðis-
laus varðveisla eigin sæmdar og ættarinnar.
Það sem fremst er sett í upptalningunni hér að ofan er ekki rétt, mest lofuö
afrek eru ekki hermennskudáðir. Frekar má halda því fram að hermennsku-
dáðir komi ótrúlega Iítiö við sögu: - Alli Húnakonungur, sem samkvæmt
hefðbundinni úttekt mannkynssögunnar væri víst talinn verðskulda kenn-
inguna „ógnstærir", vinnur engin hreystiverk í hetjukvæðum, hann fellur aö
lokum fyrir konu. Engin vísa lýsir því afreki Sigurðar Fáfnisbana að vega
Fáfni. Engin vísa lýsir glæsilegum afrekum Gunnars og Högna, Jörmunreks,
Þjóðreks (grátandi flóttamanns í Guðrúnarkviðu III). Þær hetjur sem eru hug-
rakkastar og stoltastar í eddukvæðum eru miklu frekar ástfangnar konur en
vígaglaðir karlmenn.
Það er aðeins eitt hetjukvæði sem segja má að setji hermennskudáðir a
oddinn, það er Helga kviða Hundingsbana I, þar er eina bardagalýsing edc
kvæða sem bragð er að (53.-54. vísa). Vígfimi kemur ekkert við sögu í ed
kvæðum ef undan er skilin 19. vísa í Atlakviðu, þar sem Högni fellir átta manns,
og 50.-51. vísa Atlanmla þar sem Guðrún fellir tvo menn, heggur fót un
bróður Atla og vegur svo einn í viðbót — „þeygi henni hendur skulfu •