Saga - 1993, Page 228
226
RITFREGNIR
anda hér og hvar í heilagra manna sögum, t.d. í dæmi því sem er tekið upp á
bls. 437: „... eg er elskuð af öðrum unnanda ..." en sennilega fellur flestum
betur að hafa germynd þegar gerandi er tilgreindur: „Dekíus konungur læt-
ur handtaka og höggva Sixtus páfa ..." o.s.frv. Þá yrði líka komist hjá mynd-
inni „hogginn" sem er tæpast til prýði.
Bls. 460: „... hann vitnar t.d. í... Jóhannes gullmuð..." — nefnifallið „muðr"
ætti að hafa þolfallið „munn" (eins og „maðr", þf. „mann").
Þetta er sparðatíningur. Stíll bókarinnar er ljós og hnökralítill og laus við
uppskrúfað orðalag.
I frágangi bókarinnar er ýmislegt gert til að gleðja augað. I ætt við myndir
eru skyggðir prentfletir inn á milli; þar er efni af ýmsu tagi, svo sem tilvitn-
anir í fornar bækur (bls. 223), stundum tilvitnanir með frekari skýringum eða
útleggingu (bls. 176 og 531), almennar skýringaklausur (bls. 95), jafnvel skýr-
ingar við myndir (bls. 270), kynning á einstaka fornhöfundi (bls. 406 og 414).
Margar myndir prýða bókina, allar fremur litlar, en skapa samt hvíld fyrir
augað, auk þess sem ýmsar þeirra eru áhugavert skoðunarefni, einkum þær
sem sýna fornminjar eða túlkun listamanna ýmissa tíma á fornu sagnaefni.
Einstöku sinnum mætti skýra myndir betur: Við mynd á bls. 18 úr Flnteyj-
arbók stendur aðeins „Haraldur hárfagri" - hér mætti bæta því við að Harald-
ur er þarna barnungur að leysa fanga föður síns, göldrótta Finninn.
Snorramyndin eftir Christian Krohg (bls. 51) er að verða dálítið þreytandi í
sögubókum. Það hefði næstum eins verið hægt að setja mynd af afkomand-
anum, Snorra með sjóhattinn í Reykholti. Það myndi a.m.k. bæta að gera að-
eins grein fyrir því hvernig þessari mynd hefur verið troðið upp á fornbók-
menntasöguna.
Við mynd á bls. 65 af för Þórs og Loka til Jötunheima vantar upplýsingar
um aldur myndarinnar og mætti jafnvel taka fram hvers konar myndskreyt-
ingu er um að ræða (hún er úr nýlegri teiknimyndasögu með efni úr Snorra-
Eddu).
Til eru myndir sem sýna nánast ekki neitt - t.d. mynd á bls. 266 sem eftir
skýringatexta er sennilega af lítilli bronsbjöllu en gæti eins verið af óhreinum
tóbaksklút. Mynd á bls. 405 hefur prentast afleitlega og má raunar víða finna
að því að myndir eru ekkert sérstaklega skýrar.
Bókin er prentuð á glansandi myndapappír sem stundum er þreytandi fyr-
ir augað að lesa af. Miðað við þann pappír, sem valinn hefur verið í bókina,
virðast margar myndir koma furðu daufar út.
Hér hefur verið staldrað við nokkur atriði, sum sem mátti reka hnýflana h
en þó hefur vonandi verið drepið á fleiri atriði sem glöddu og fræddu, enda
er augljóst að íslensk bókmenntasaga l er falleg, fróðleg og eiguleg bók og stor-
huga upphaf á samfelldri bókmenntasögu.
Aðalsteinn Davíðsson