Saga - 1993, Side 229
RITFREGNIR
227
GRÁGÁS. LAGASAFN ÍSLENSKA ÞJÓÐVELDISINS.
Gunnar Karlsson, Kristján Sveinsson og Mörður Árnason
sáu um útgáfuna. Mál og menning. Reykjavík 1992. xxxiii
+ 567 bls. Skrár og skýringarmyndir.
Islendingar hafa orðið að bíða þess lengi að Grágás væri gefin út í aðgengi-
legri útgáfu hér á landi, en það hefur nú gerst með útgáfu Máls og menn-
ingar á liðnu ári. Hún er með nútímastafsetningu og reist á þeirri textaútgáfu
sem best er fáanleg, útgáfu Vilhjálms Finsens frá 1852-83. Gunnar Karlsson
skrifar almennan formála á tveimur blaðsíðum þar sem hann gerir grein fyrir
aðdraganda þessarar útgáfu sérstaklega, en Kristján Sveinsson, stúdent í
sagnfræði, átti frumkvæði að henni og gerði fyrstu drög hennar sem verkefni
hjá Gunnari. Mörður Árnason kom svo að verkinu á vegum forlagsins. Marg-
ir ágætir fræðimenn hafa hér komið við sögu og hefur verið vel til verksins
vandað.
Inngangur er á bls. ix-xxxiii þar sem fjallað er m.a. um upphaf lagaritunar
°g elstu handrit að Grngás, ritunartíma og tilgátu um ritara, efni Grágásnr og
nafngift, fyrri útgáfur og þýðingar. Að síðustu er sagt frá þessari útgáfu, frá-
gangi hennar og skýringum við textann. Textinn er síðan birtur á 485 bls. en
þar á eftir eru efnisskrár einstakra þátta og sjö skýringarmyndir. ítarleg efn-
■sorðaskrá er á 52 bls.
Það er næsta erfitt að finna prentvillur í ritinu, og virðist frágangur yfirleitt
vera í góðu lagi. Það telst því til algerra undantekninga þegar sjá má tvær
prentvillur í sama bókartitli á bls. xi, 5. grein neðanmáls, Illustratet f. Illustr-
ated og Thirtheenth f. Thirteenth. Á sömu bls. stendur reyndar: eftir það því
var lokið f. eftir að því var lokið.
Þá er undir orðinu fellujárn í atriðisorðaskrá talað um „sorann og gjaltið"
en á væntanlega að vera „gjallið". Stafrófsröð í sömu skrá virðist rétt nema
að blæsma ær hefur komist á milli orðanna Blasius og blástursjárn en er reynd-
ar líka á sínum stað á eftir blæjn.
Samræming textans við aðlögun hans að nútímastafsetningu virðist hafa
lekist bærilega, enda er nú komin nokkur hefð á útgáfur af því tagi. Ýmsum
orðmyndum eldri beyginga er haldið og gefur það textanum nægilega upp-
runalegan blæ, t.d. viðtengingarhættinum feri f. ferji (6). Þá er og að nefna að
ueitandi viðskeyti -a,- at eða -l með sögnum er haldið. Útgefendur segja í inn-
8angi að þeir hafi haldið meiri fylgispekt við fornar málmyndir en útgefend-
Ur íslendingasagna og Sturlungu á vegum Svarts á hvítu og Heimskringlu á
vegum Máls og menningar.
Meðferð textans í samræmingunni virðist vel ásættanleg. Spurning er þó
hvort ekki hefði átt að samræma rithátt eins og t.d. svo fremmi, sem yfirleitt
er ritað þannig, t.d. bls. 86 og 118, en hins vegar fremi, að nútíðarhætti, á bls.
^l' Hefði ekki verið betra að hafa fremi alls staðar, í samræmi við framburð
nu? Þá er mér ekki um orðmyndirnar annarrabræðrar og þriðjubræðrar (510)