Saga - 1993, Page 230
228
RITFREGNIR
gefið (í mynd VII um saktölu), þar sem útgefendur virðast álíta að um sé að
ræða fleirtölu af -bræðri, en aðeins næstabræðrar koma fyrir sem fleirtölu-
mynd í lögbókartextanum. Eg held að -bræðri og -bræðra séu þarna óbeygj-
anleg lýsingarorð, eins og raunar Árni Böðvarsson telur í orðabók sinni, og
Johan Fritzner á undan honum, og ætti þess vegna að segja annarrabræðra og
þriðjubræðra í staðinn.
Stundum kann að orka tvímælis hvenær skrifa á eitt orð eða tvö. Þannig
finnst mér að orðið prestareiða eigi að skrifast í einu orði (39) en ekki tveim.
Sama er að segja um orðið bóndakirkjugarður (búanda kirkjugarður, bænda
kirkjugarður) (t.d. bls. 88, 90 og 163) sem alltaf er skrifað í tvennu lagi í útgáf-
unni og er ekki skýrt í atriðisorðaskrá fyrir vikið. Orðið vísvitandi er yfirleitt
skrifað í einu orði eins og í nútímamáli (nema á bls.115 og 291) en þegar það
stendur í fleirtölu er það réttilega skrifað í tveim orðum, vtsir vitendur (t.d.
127) eða vísar vitendur (t.d. 73). Hefði þá ekki átt að standa vt's vitandi í eintölu
líka? Þá er spurning hvort níu búa kviður (t.d. bls. 70 og 119) á ekki að vera í
einu orði sem ákveðið hugtak sbr. níu vikna fasta í atriðisorðaskrá. Sama má
e.t.v. segja um þriggja alþinga mál (128) sem ekki er tekið sem hugtak í atriðis-
orðaskrá. Á bls. 127 er orðið nmnnskona skrifað í einu orði, því þá ekki manna-
konur Iíka á bls. 126? Spurningin er hvort ekki eigi að skrifa horns gangur og
hófs gangur í einu orði.
Skýringu finnst mér vanta á fyllingarorðinu of, sem stundum kemur fyrir,
t.d. bls. 8 („er næstur býr þeirra manna er tvo húskarla hefir og of sjálfum
sér") eða 11 („svo að tíðir megi veita ef hann of förlar") (þ.e. getur)).
Skýringar eru yfirleitt greinargóðar. Um einstaka skýringar skal ekki haft
langt mál hér, en hjá mér vaknaði grunsemd um réttmæti skýringar á bls. 40,
þar sem talað er um mann sem er í „Görðum erlendis". Skýringin er að átt sé
við Garðaríki eða Rússland. Það er í eina skiptið sem Garðaríki er nefnt í Grá-
gás, en yfirleitt eru aðeins nefnd með nöfnum lönd í Skandinavíu og vestar.
Gæti ekki verið að hér væri aðeins verið að tala um garða í merkingunni „hús
í bæ erlendis"?
Það er villandi að segja undir orðinu alþingissáttarhald að það sé „að greiða
ekki sekt samkvæmt sátt eða dómi á alþingi" þar sem átt er við orðasam-
bandið að „verða sekur um alþingissáttarhald" (68).
Skýring á sögninni fiskja í eftirfarandi texta (=„veiða fisk, róa") finnst mér
orka tvímælis: „Ef menn eru á skipinu er búa ómegðarbúi, og sé menn ör-
eiga, og er rétt að fiskja þeim til þess er sól er skafthá" (23). Réttara finnst
mér að skýra með orðunum „halda til fiskjar, láta róa".
Skýringar neðanmáls í textanum eru allajafna fullnægjandi og skýra yfir-
leitt það sem skýra þarf. Útgefendur segja (xxxi), að óhjákvæmilegt sé að
skýra sömu orðin oftar en einu sinni. „Að jafnaði er orð skýrt í fyrsta sinn
sem það kemur fyrir í hverjum þætti. Fyrir kemur þó að textinn útskýrir orð-
ið sjálfur, og er þá neðanmálsskýring óþörf." Við samfelldan lestur útgáf-
unnar finnst manni þó að sum orð séu óþarflega oft skýrð, t.d. fjörbaugsgarður
tíu sinnum og kviður, búakviður níu sinnum, auk þess sem skýringar standa i
atriðisorðaskrá. Aftur á móti sakna ég skýringar á orðunum „að lesa ber
(21), „Ef maður skýtur niður ómaga" (89) og (105), „raknar þá mundurinn