Saga - 1993, Síða 232
230
RITFREGNIR
Ritverk Péturs J. Thorsteinssonar, Utanrikisþjómista Islands og utanríkismál,
hlýtur að verða öllum þeim sem áhuga hafa á rannsóknum á þessum merka
þætti sögu vorrar hvati til frekari rannsókna og jafnframt mikil fróðleiks-
náma. Verkið fjallar um sögu utanríkisþjónustunnar og utanríkismála í víð-
asta skilningi. Saga utanríkisþjónustunnar er rakin allt frá upphafi og fjallað
er um alla málaflokka, sem komið hafa til kasta utanríkisþjónustunnar. Ligg-
ur þá í augum uppi að mörg þessara mála hafa einnig snert, eða heyrt undir,
önnur ráðuneyti.
Hér er þess vitaskuld enginn kostur að gera nákvæma grein fyrir efni svo
viðamikils ritverks. Efnisskipanin er að mestu í tímaröð og hefst 1. bindi á
„þáttum úr sögu íslenskra utanríkismála fyrir 1940". Þar er fyrst fjallað um
samskipti við aðrar þjóðir fyrir 1800. Þeir kaflar eru að vonum stuttir og
fjalla, eftir að Iýkur frásögn af þjóðveldistímanum, mest um verslun og fisk-
veiðar útlendinga hér við land. Mörgu er þó sleppt í þessum hluta, sem lítt
kom til kasta stjórnvalda, en hafði engu að síður mikla þýðingu fyrir sögu
þjóðarinnar. Þannig er t.d. nánast ekkert fjallað um hinar miklu fiskveiðar
Hollendinga hér við land á 17. og 18. öld og er það óneitanlega nokkuð mið-
ur. Við Hollendinga höfðu íslendingar meiri mök á þessum tíma en flestar
aðrar þjóðir og enginn efi er á því að þau samskipti höfðu hér mikil áhrif,
þótt ekki væru þau alltaf augljós.
Á Napóleonstímanum urðu samskipti íslendinga við aðrar þjóðir meiri og
margbrotnari en áður og áttu síðan eftir að aukast jafnt og þétt alla 19. öld,
ekki síst eftir að verslunin var gefin frjáls árið 1855. Góð grein er gerð fyrir
samskiptum íslendinga við Breta, Frakka, Bandaríkjamenn og Rússa, auk
þess sem fjallað er ítarlega um landhelgismál á 19. öld.
Þessu næst er sagt frá erlendum ræðismönnum á íslandi, 1855-1945, en
því næst greinir frá fyrri heimsstyrjöldinni, utanríkismálum á dögum kon-
ungsríkisins Islands, landhelgismálum fram til 1940 og fyrsta kafla bókarinn-
ar lýkur með frásögn af íslenskum utanríkismálum á fyrstu misserum síðari
heimsstyrjaldarinnar.
I 2. kafla er fyrst sagt frá því er íslendingar tóku utanríkismálin að öllu
leyti í eigin hendur eftir hernám Danmerkur, en síðan fjallar þessi kafli um
upphaf eiginlegrar íslenskrar utanríkisþjónustu, uppbyggingu hennar og
skipulag, um samskipti við erlend ríki á stríðsárunum og lýkur kaflanum
með frásögn af beiðni Bandaríkjamanna um herstöðvar hér á landi árið 1945.
Þriðji kafli nær yfir tímabilið 1946-1955. Fyrirferðarmesti efnisþátturinn í
þessum hluta eru varnarmál, Keflavíkursamningurinn, aðdragandinn að
stofnun Atlantshafsbandalagsins, varnarsamningurinn 1951 og framkvæmd
hans til 1955. Itarlega er einnig fjallað um efnahagsaðstoð Bandaríkjamanna
við íslendinga, um þátttöku íslendinga í Sameinuðu þjóðunum og ýmsum
fleiri fjölþjóðlegum samtökum, útfærslu fiskveiðilögsögunnar 1952 og deil-
urnar, sem í kjölfarið fylgdu. Ennfremur greinir hér frá samvinnu Norður-
landa á þessu skeiði, viðskiptasamningum o.fl.
í 4. kafla, 1957-1971, ver höfundur mestu rúmi í umfjöllun um varnarmál
og þátttöku íslands í Atlantshafsbandalaginu og í útfærslu íslensku fiskveiði-
Iögsögunnar í 12 sjómílur árið 1958 og fyrsta „þorskastríðið". Hér er og fróð-