Saga - 1993, Síða 233
RITFREGNIR
231
legur kafli um lok handritamálsins og annar um „Loftleiðamálið", sem svo
var nefnt, þ.e. deilur og samninga um lendingarréttindi Loftleiða hf. á Norð-
urlöndum, í Bretlandi og í ýmsum ríkjum á meginlandi Evrópu. Þá er hér
einnig að finna mikinn fróðleik um margvísleg menningarsamskipti íslend-
inga við aðrar þjóðir, um stjórnmálatengsl og stofnun þeirra, um sendiráð fs-
lands erlendis o.s.frv. Fimmti og síðasti meginkaflinn fjallar að mestu um ut-
anríkisþjónustuna sjálfa og í lok 3. bindis eru birt nokkur fylgiskjöl og síðan
koma nauðsynlegar skrár.
Eins og fram kemur í heiti þessa ritverks er því ætlað að vera sögulegt yfir-
litsverk yfir sögu íslensku utanríkisþjónustunnar og utanríkismála. Höfund-
ur lítur ekki á sig sem sagnfræðing, er beri að túlka söguna og skýra í ljósi ít-
arlegra heimildarannsókna. Hann hefur að sönnu safnað miklum fjölda
heimilda og kynnt sér þær rækilega, en lætur við það sitja að segja sem rétt-
ast og nákvæmast frá öllum staðreyndum, reiða fram fyrir lesendur trausta
og áreiðanlega frásögn af sögu íslenskra utanríkismála, frá upphafi og fram
til 1990. Til þess að ná þessu markmiði teygir hann sig oft langt, nafngreinir
t d. af mikilli samviskusemi flesta, ef ekki alla, þá sem þátt tóku í viðskipta-
sendinefndum og gerð viðskiptasamninga, sátu af Islands hálfu í ýmsum
ráðum og nefndum og greinir frá atburðum þessu tengdum í stuttu máli og
án allra athugasemda.
Þessi vinnubrögð hafa bæði kosti og galla. Kostirnir eru þeir að lesendur
finna fljótt að þeir hafa í höndum traust ritverk, geta treyst upplýsingum sem
þar koma fram, og með því að fylgja tilvísunum má auðveldlega finna
frekara lesefni. Gallarnir eru einkum þeir að á stundum verður frásögnin of
stuttaraleg, greinir einungis frá beinhörðum staðreyndum. Sem dæmi um
þetta má nefna að á bls. 109-10 í 1. bindi segir frá gerð viðskiptasamnings
Islendinga og ítala árið 1936. Þar kemur m.a. fram að íslendingar hafi notið
meiri velvildar hjá ítölskum stjórnvöldum en ýmsar aðrar þjóðir þar eð þeir
voru ekki aðilar að Þjóðabandalaginu og tóku þar af leiðandi ekki þátt í refsi-
aðgerðum gegn Itölum vegna Abessiníustríðsins. Neðanmáls við þessa frá-
sögn birtist síðan klausa þar sem skýrt er frá því að á ríkisstjórnarfundi 21.
maí 1938 hafi verið ákveðið að viðurkenna hernám ítala á Abessiníu. Nú
hlýtur forvitinn lesandi að spyrja: Hvers vegna viðurkenndi ríkisstjórn Is-
lands hernám Mussólinis á Abessiníu? Var það eingöngu vegna við-
skiptahagsmuna, eða lágu aðrar orsakir að baki?
Fleiri dæmi mætti nefna þar sem mér þykir frásögn höfundar ganga full
skammt, en engin dæmi kann ég að nefna um að hann leyni upplýsingum
eða veigri sér við að skýra frá málum sem að mestu hafa legið í þagnargildi
fram til þessa, þvert á móti.
Ekki leikur vafi á að þetta mikla verk Péturs J. Thorsteinssonar hefur mikið
gildi, sem væntanlega á eftir að vaxa er tímar líða. Sá sem þessar línur ritar
hefur komið nærri íslenskri sögu þessarar aldar með ýmsum hætti, vegna
eigin rannsókna og við kennslu. I þeim störfum hefur skortur á aðgengilegu
riti um utanríkismál oft verið tilfinnanlegur, en nú hefur verið úr því bætt
með myndarlegum hætti. Eg vænti þess að vísu ekki að kennarar í samtíma-
sögu, hvorki í háskóla né menntaskólum, muni gera nemendum sínum að