Saga - 1993, Page 236
234
RITFREGNIR
lýsingar og þjóðsögur. Inga Huld skemmtir lesendum sínum með þjóðhátta-
lýsingum (td. bls. 132) og þjóðsögum (td. bls. 145, 227, 237, 241) og sækir
fróðleik í ýmsar áttir, ma. til Grikkja og Rómverja. Yfirleitt fer vel á þessu og
lesendum ætti að veitast auðvelt að átta sig á raunsönnum lýsingum og þjóð-
sögum með aðstoð tilvísanaskrár en reyndar ekki alltaf, td. er rækileg lýsing
á drekkingu kvenna (bls. 214) en síðan kemur önnur lýsing sem sögð er „eina
skrásetta lýsing sjónarvotts" (bls. 233). Hvað er þá hin lýsingin eiginlega?
Merkast fræðilegt framlag í umræddri bók er það sem höfundur segir um
setningu stóradóms og tengsl hans við hliðstæður í Danmörku. Td. má nefna
Kaldangursbálkinn svonefnda, bálk eða „recess" þann sem kenndur er við
Kolding í Danmörku og talinn er hafa verið fyrirmynd stóradóms. Höfundur
telur að svo hafi ekki verið (bls. 67-8) og styðst þar við eigin rannsóknir.
Iðulega er vísað til ólöglegs ástalífs í Danmörku og er það allfróðlegt (td. bls.
77, 83, 86, 193, 235-6). Kemur fram að refsiharka í þeim efnum muni hafa
verið meiri í Danmörku en á íslandi. Þetta virðist höfundur hafa kynnt sér
vel en nefnir oft eins og í framhjáhlaupi. Eg hefði viljað fá að fræðast meira
um þetta og skil ekki af hverju þessu forvitnilega efni eru gerð svo takmörk-
uð skil.
Að öðru leyti virðist lítt stuðst við eigin frumrannsóknir og frekari fræði-
legra nýjunga gætir ekki af hálfu höfundar. Um nýlega úrvinnslu heimilda er
hins vegar oft vísað til Más Jónssonar og höfundur gerir sér mat úr rann-
sóknum Þorgeirs Kjartanssonar á svonefndum sakafallsreikningum frá 1640-
50. Stóridómur er birtur sem viðauki og mun höfundur líta svo á að hann sé
þungamiðja verksins en dvelst annars lítið við hann enda er honum mest í
mun að teygja sig yfir alla íslandssöguna og leyfir sér ekki að dveljast lengi
við einstök atriði. Td. er merkilegt þegar höfundur ritar um miðaldabiskupa
íslenska:
Biskupar virðast einkum og sérílagi hafa hamast gegn giftingum fjór-
menninga ... en barneignir systkina munu þeir fúslega hafa fyrirgefið
og Iokað augunum fyrir áreitni feðra og stjúpa gagnvart dætrum og
stjúpdætrum (bls. 47, sbr. 62-3).
Fróðlegt hefði verið að fá þetta rökstutt nánar en höfundur leyfir sér ekki að
kafa djúpt í þetta frekar en annað.
Vegna þeirrar aðferðar að fara yfir íslandssöguna gjörvalla, eða því sem
næst, eru á dagskrá efni og tímabil sem höfundur er misvel kunnugur. Að-
ferðin býður þeirri hættu heim að höfundur flaski á þekkingaratriðum af því
að hann kemur að þeim ókunnugur og ræður ekki vel við þau. Ég þekki ekki
vel til tímans eftir 1800 og veit ekki hvort mikilvæg þekkingaratriði fara for-
görðum í umfjöllun höfundar um 19. og 20. öld. í sögunni fyrir 1700 hnaut ég
hins vegar um eitt og annað en flest smávægilegt og tel því ekki ástæðu til að
elta ólar við það. Má taka sem dæmi að höfundur telur að sjúkrastofnanir
hafi ekki risið á íslandi (bls. 87, 233) á umræddum tíma en gleymir alveg
holdsveikraspítölum sem risu á 17. öld. Fleiri yfirsjónir eru af þessu tagi sem
snerta meginefnið lítið.
Þó koma fyrir atriði sem höfundur telur mikilvæg en gerir ekki góð skil og
brennir sig stundum á því að færa það sem á við 18. eða 19. öld yfir á fyrri