Saga - 1993, Page 237
RITFREGNIR
235
aldir. Er kannski helst að nefna að mikið er lagt upp úr þeim skorðum sem
settar voru við lausamennsku og búðsetu (bls. 26, 56-7, 253, 257, 262, 269,
275). Með slíkum skorðum var reynt að sporna við því segir höfundur að
fólk gengi í hjónaband og eignaðist börn með leyfilegum hætti. Sú skýring er
sett fram að yfirvöld hafi óttast fjölgun ómaga og aukna framfærslubyrði
(bls. 25, 257 oáfr., 262 oáfr., 268 oáfr.). Rætt er um öreigagiftingar og þá að-
ferð að reyna að kúga vinnuhjú með vistarbandi og vinnuskyldu sem höf-
undur telur að hafi komist á snemma á þjóðveldistíma (bls. 25-6) en fyrir því
munu engin rök og má ekki blanda saman við grið sem samsvöruðu nánast
lögheimili. Hefur höfundi yfirsést að afstaða yfirvalda til vinnuhjúa var mis-
munandi eftir öldum; á 18. öld var skortur vinnuhjúa og bændur höfðu tak-
markaðan áhuga á að leyfa svonefndar öreigagiftingar, búðsetu og lausa-
mennsku enda óttuðust þeir kauphækkun til hjúa. A 17. öld var hins vegar
litið mildari augum á málin og þannig var það líka á seinni hluta 13. aldar og
á 14. öld. Sú „linkind" kemur fram í jónsbók frá 1281 og einkum í réttarbót frá
1294. Björn Þorsteinsson gengur jafnvel svo langt að tala um að banni við
öreigagiftingum hafi verið aflétt með réttarbótinni. Búðseta (þurrabúð) er
ekki bönnuð í Jónsbók eins og í Grágás og samkvæmt fyrrnefndu bókinni var
leyft að reisa bú þótt eign væri ekki meiri en fimm hundruð. Arið 1294 er svo
þessi eignarskylda afnumin og hefur það auðveldað fátæku fólki að búa í
hjáleigum. Á 14. öld var tekinn upp tollur á lausamennsku og búðarmenn
nutu fullrar viðurkenningar. Á 15. öld var hins vegar fólksfæð, eins og jafnan
á 18. öld, og þá kipptu yfirvöld að sér hendinni aftur svo sem Píningsdómur
sýnir, settar voru skorður við búðsetu.
Lausamenn og búðsetumenn renna einhvern veginn saman í umfjöllun
höfundar (bls. 262, 269) en þetta voru tveir frábrugðnir hópar, lausamenn
voru ekki í hjónabandi, oft sæmilega stöndugir og fóru um með varning til
sölu. Búðsetumenn eða svonefndir tómthúsmenn lifðu eingöngu af sjó og
áttu oft konur og börn. Höfundur segir td. að lausamenn hafi verið „þrjú
hundruð" árið 1703 en rétt er að lausafólk var 391, tómthús voru 343 og voru
jafnan 3,3 í heimili og í húsmennsku svonefndri voru 752 (Hagskýrslur II, 21,
1960).
Beiting stóradóms á 17. öld virðist samkvæmt þessu vart eiga sér skýrar
efnahagslegar og lýðfræðilegar skýringar þótt höfundur haldi öðru fram. Eft-
ir að hann hefur kynnt skýringarramma sinn og lýst þróun innan hans tekur
hann sig til og reynir að kafa dýpra með því að skýra þróunina út frá félags-
gerð, lífskjörum og Iandshögum og grípur þá til ýmissa nýlegra kenninga
sagnfræðinga. Þetta er í lokakafla ( kafla VII, Landshagir, mannfjöldi og siða-
boð, bls. 251 oáfr.) Umræðan verður nokkuð yfirborðskennd, kannski af því
að höfundur er fremur ósjálfstæður gagnvart efninu og það nýtist ekki vel,
kemur eins og nokkurs konar eftirmáli.
Um útlit bókarinnar sá dóttir höfundar, Alda Lóa Leifsdóttir, og hefur tek-
*st vel; hún réð því að birtar eru svarthvítar ljósmyndir Guðmundar Ingólfs-
sonar af íslensku landslagi og hæfa þær efninu vel. Kápa Öldu Lóu er óvana-
ieg og smekkleg. Frágangur virðist vera vandaður um flest og prentvillur
eða ritvillur sá ég fáar (bls. 112,123, 265; röng nöfn bls. 45 og 56). Dæmi sá ég