Saga - 1993, Síða 241
RITFREGNIR
239
inu. I kaflanum „Glöggt er gests augað" (bls. 16-19) er híbýlum íslandsdætra
lýst nær gagnrýnislaust með orðum ferðabókahöfundanna (bls. 17). Auðvelt
er því fyrir ókunnuga að draga þá ályktun að „í gamla daga" hafi húsin verið
sem illa lyktandi holur, leðja upp úr gólfum hafi lekið af börnum, og svo
framvegis. Afram notar Símon lýsingar ferðamanna í kaflanum „Það er nú
svona að vera kona" (bls. 38). Þar bendir hann á að allan vara verði að hafa á
við lestur heimilda af þessu tagi, en segir ekki hvað beri helst að varast. í lok
kaflans „Þá var öldin önnur" kemur síðan heill kafli um kvenlýsingar er-
lendra ferðamanna (43-8), og er fremur uppfyllingarefni en nokkuð annað.
Eg sakna þess að fá ekki að sjá elstu mynd af konu á upphlut sem vitnað er
til í texta og sagt er að sé frá 1842 (bls. 23). Víða vantar tilfinnanlega ártal við
myndir. Má þar til dæmis nefna heillar opnu mynd af vinnufólki og börnum
í Suður-Vík (bls. 52-3). Þá get ég ekki fundið mynd af konum við tóvinnu í
baðstofu í Borgarfirði í myndaskrá en myndin er á bls.18.
Vinnubrögð Ragnhildar eru mun fræðilegri og henni til sóma. Líklega
stendur hún betur að vígi þar sem hún hefur getað stuðst við ágætis frum-
rannsóknir og hefur sjálf sinnt kvennarannsóknum.1 Hún vísar til rannsókna
sagnfræðinga og ræðst gegn mörgum ranghugmyndum um konur. Sem
dæmi um þetta má nefna tilvitnun í rit Sigríðar Th. Erlendsdóttur sagn-
fræðings um Atvinnu kvenna i Reykjavik 1890-1914 (bls. 104). Er þar gerð upp
sú þjóðsaga að giftar konur hafi fyrst farið að vinna launavinnu á sjöunda og
áttunda áratug þessarar aldar. Hið tvöfalda vinnuálag var þekkt (þó svo að
hugtakið hafi verið óþekkt) á ofangreindu tímabili. Konur tóku vinnu heim,
til dæmis sauma, og hlupu svo í launavinnu þegar tækifæri gafst.
Þá kveður Ragnhildur einnig niður þá hugmynd að réttindabarátta
kvenna hafi legið niðri um áratugi eftir að formlegu jafnrétti hafði verið náð
(bls. 213-15). Arin 1923-44 héldu til dæmis íslenskar konur landsfundi sína
°g þar sameinuðust þær um réttindamál án tillits til pólitískra skoðana.
Skipuleg kvennabarátta hefur því staðið í tæpa öld að áliti Ragnhildar og var
hún háð á mörgum vígstöðvum. Má þar nefna lesstofu og lestrarfélög kvenna
1 Reykjavík, Verkakvennafélagið Framsókn, barnaleikvelli, Mæðrastyrks-
nefnd, Vinnumiðstöð kvenna og Menningar- og minningarsjóð kvenna (bls.
210-212). Því er eðlilegt að Ragnhildur svari orðum ungrar stúlku árið 1991
um að kvenréttindabarátta væri farin úr tísku með spurningunni: „En var
hún nokkurn tíma í „tísku?"" (bls. 218).
1 Má nefna hér sérstaklega rannsóknir eftirtalinna: Auðar Styrkársdóttur, Erlu Huid-
ar Halldórsdóttur, Gerðar Eyglóar Róbertsdóttur, Guðrúnar Ólafsdóttur, Hrefnu
Róbertsdóttur, Kristínar Ástgeirsdóttur, Margrétar Guðmundsdóttur, Ragnhildar
Vigfúsdóttur, Sigríðar Th. Erlendsdóttur, Sigríðar Sigurðardóttur, Sigríðar Thor-
lacius og Vilborgar Sigurðardóttur. Ritverk þeirra eru talin upp í heimildaskrá ís-
landsdætra bls. 275-81.