Saga - 1993, Page 242
240
RITFREGNIR
Aðferðin
Símon Jón gerir grein fyrir aðferðinni við ritun verksins í fyrsta kafla. Hann
segir:
Að skrifa sögu kvenna á ákveðnu tímabili má líkja við að kortleggja
ákveðið landsvæði, slikt krefst ýtrustu nákvæmni, athugana á
staðháttum, nákvæmra mælinga o.s.frv. Okkar verki má þá líkja við
könnunarflug yfir svæðið, lent er á ýmsum stöðum og þeir skoðaðir
en nákvæm kortlagning bíður annarra og um sumt hefur reyndar
þegar verið skrifað enda hafa rannsóknir á sögu kvenna sótt í sig
veðrið síðustu ár (bls. 9).
Könnunarflug án fræðilegra vinnubragða getur verið varhugavert, sérstak-
lega þegar könnuninni er einnig ætlað að ná yfir órannsökuð efni. Þessari
aðferð má hins vegar beita á efni sem þegar hefur verið skrifað mikið um. Ef
þetta rit hefði hins vegar verið samið eftir markmiðslýsingu og efnið afmark-
að í upphafi, við til dæmis tímana tvenna sem stöðugt er verið að minnast á,
þá hefði verið auðveldara að vita eftir hverju væri leitað, hvað og hvernig
skyldi kortleggja o.s.frv. Þá hefði ritið einnig orðið betri sagnfræði ef mark-
viss samanburður við þjóðfélagsþróun og samfélagshætti hefði verið gerður.
Bókin hefði hvorki þurft að verða lengri né rannsóknin viðameiri þó að penn-
um hefði verið stýrt betur saman á þennan hátt.
Eitt meginvandamál við rannsóknir í kvennasögu sem leitast við að fjalla
almennt um konur, án nokkurrar annarrar efnisafmörkunar, er að nær
ógjörningur er að vita hvernig eigi að skýra þær upplýsingar sem safnað er.
Þó svo að sagnfræði sé kynbundið ferli í tíma og rúmi, þá er ekki hægt að
skýra ferlið bara með því að lýsa stöðu kvenna og karla. Saga konunga eða
þræla verður til dæmis ekki sögð af neinu viti eingöngu með almennum lýs-
ingum á lifnaðarháttum þeirra. Það þarf að skoða athafnir fólks í samhengi
og til dæmis verður saga kynjanna ekki slitin úr tengslum við samfélagslega
hætti og þróun.
Annar verri aðferðafræðilegur vandi tengist efnisöflun. Ef afmörkunin er
svo víð sem kvennasaga, en þó svo opin og óræð, þá er ekki nema von að
heimildir þegi um margt sem við kannski upphaflega ætluðum að reyna að
upplýsa. I versta falli getur afleiðingin orðið sú að vegna ónógrar þekkingar
veitum við „ranga lýsingu". Um þetta má taka dæmi úr kaflanum „Kon-
ungsríki þeirra er heimilið" (bls. 78-86). Þar fær „gamla sveitasamfélagið" a
sig kolranga mynd í setningunni „til sveita voru atvinnumöguleikar kvenna
harla litlir". Líklega hefur Símon haft í huga að konur til sveita hafi ekki haft
úr mörgu að velja ef þær ekki giftust. Þeirra beið þá staða vinnukonu asvi-
langt. Þetta hefði þó þurft að tengja betur við stöðu karla, því þeirra mögu-
leikar voru lítið betri.
En atvinnutækifæri eru hreinlega ekki nothæfur mælikvarði til að meta
stöðu kynjanna í bændasamfélagi. Velgengnin hefur líklega fremur falist i
jarðarauði og ætterni. Vinna til sveita var fjölbreytt, en samfélagið í heild
bauð ekki upp á marga aðra kosti en sveitalífið þar sem þéttbýlið vantaði og
verstöðvar voru löngum litnar hornauga. Staða húsfreyju á myndarlegu býli