Saga - 1993, Side 246
244
RITFREGNIR
konur, og þá hvaða konur?3 Hversu miklu breyttu hin formlegu réttindi? Eru
þau afsprengi nýrrar kynjapólitíkur eða bara hluti af breytingum tímans?
Var kannski bara verið að rétta stöðu kvenna í samræmi við aðrar samfélags-
breytingar? Erfitt er án samhengis við fyrri sögu (sem er lítið rannsökuð
hvað varðar konur eftir 1262/64 og fram á 19. öld!) að átta sig til fullnustu á
þeim breytingum er urðu á 19. öld.
Ekki er hægt að krefja höfunda Islandsdxtra um að skrifa sögu kvenna með
ofangreindar spurningar í huga. En er ekki kominn tími til að einhverjir fari
að endurmeta þá söguskoðun sem birtist í fyrirlestri Bríetar Bjarnhéðins-
dóttur í lok árs 1887. (Sjá rammaefni á bls. 184).
Fjallað er um starf kvenna í bæjarstjórn Reykjavíkur árin 1908-10 (bls. 194).
Ahugavert væri að setja þau störf í samhengi við óformlega baráttu kvenna
fyrir breytingum á sviði heilsugæslu og skólamála. Við vitum að konur
höfðu komið ýmsu fram í gegnum félagsstarf eða bein áhrif á bæjarstjórn-
armenn. Slíkur samanburður myndi geta veitt grunn til að meta hversu
miklu kjörgengi kvenna til bæjarstjórnar í raun skipti, og þar með yrði hægt
að meta betur formlegar og óformlegar valdaleiðir kvenna.
Agætis umfjöllun er að finna um hverjar mótbárur karla gegn kvenréttind-
um voru. M.a. segir: „Um 1911 víkja líffræðileg rök fyrir siðfræðilegum. Nú
var áhersla lögð á hefðbundna hlutverkaskiptingu kynjanna, konur hefðu
alltaf séð um allt innan stokks en karlar utan og pólitíkin félli undir „úti-
verk"" (bls. 195). Hér hygg ég að sé að finna mikið órannsakað efni í íslenskri
stjórnmálasögu. Hvenær fara menn að skilgreina pólitík sem „útiverk"? Og
þó svo að konur í raun fengjust bara við innanhúsverk, þá er spurning hvort
þeirra verk hafi ekki haft pólitískar afleiðingar og jafnvel getað orðið afdrifa-
rík fyrir þróun allrar pólitíkur í landinu? Þörf er að kanna þetta og ekki síst
hvenær hugmyndin um þessa tvískiptingu, innan stokks og utan, fær póli-
tíska merkingu.4 1 Grágás er að finna þessi skil í merkingunni atvinnuskipt-
ing. En almennt getum við ekki sett samasemmerki á milli annars vegar
valdasvæða og hins vegar atvinnuskiptingar.5
Eg sakna þess að Ragnhildur skýri ekki betur að kosningaþátttaka kvenna
olli engri byltingu í stjórnmálalífinu (bls. 196). Fengin formleg pólitísk rétt-
indi voru bara fyrsta stigið í jafnréttisbaráttu kynjanna - nokkuð sem Bríet
sjálf áttaði sig býsna vel á. Kemur þetta fram í bréfi hennar til Carrie Chapman
Catt sem vitnað er til (bls. 190). Hér hefði verið tilvalið að greina betur frá
vandamálinu sem fólst meðal annars í því að kvenréttindi voru afsprengi
3 Við slíkt endurmat mætti hafa í huga grein Joan, Kelly, „Did Women Have a Re-
naissance?" Women: History ami Tlieory. Chicago 1986, bls. 19-50.
4 Sjá umræðu um tengt efni hjá Judith M. Bennett, „Public Power and Authority in
the Medieval English Countryside". Women and Power in the Middle Ages. Georgia
1988, bls. 18-36, og inngang Mary Erler og Maryanne Kowaleski í sömu bók, bls.
147.
5 Sjá ágætis umræðu um þetta hjá Jorgen Christian Meyer, „Urtiden", Cappelens
kvittnehistorie, Bind I, 1992, bls. 48-52, 55, 71-2. Þó að höfundur ræði hér um æva-
forna tíð þá má nota aðferðir hans og hugmyndir á aðra sögulega tíma.