Saga - 1993, Síða 252
250
RITFREGNIR
Matthías Viðar Sæmundsson: GALDRAR Á ÍSLANDI.
ÍSLENSK GALDRABÓK. Almenna bókafélagið. Reykjavík
1992. 466 bls.
I
Fyrir síðustu jól kom út bók: Galdrar á lslandi og er undirtitill hennar Islensk
galdrabók, en höfundur Matthías Viðar Sæmundsson dósent við Háskóla Is-
lands (= MVS). Titillinn gæti virst vísbending um að farið hefði verið vand-
lega í heimildir um galdramál hérlendis, en svo er ekki, þvi að nærri eingöngu
er farið eftir prentuðum ritum eða uppskriftum eftir handritum sem fáanleg-
ar voru og oft ekki reynt að fara í þær heimildir sem bestar virðast.
Áður en lengra er haldið verður reynt að gera Iauslega grein fyrir stöðu
rannsókna hérlendis á þessu efni. Árið 1982 kom út í Noregi doktorsrit um
galdramál þar í landi eftir Hans Eyvind Næss. Tveimur árum síðar gaf sami
höfundur út styttri bók um sama efni: Med bal og brann, trolldomsyrosessene i
Norge, og þar var tilvísunum í heimildir sleppt. Bók þessi var unnin upp úr mikl-
um rannsóknum á þeim frumheimildum sem þar hafa varðveist og byggja
niðurstöður höfundar að sjálfsögðu á þeim.
Þegar litið er yfir rannsóknir á galdramálum hér á landi, sést að lítið hefur
verið fengist við að rannsaka málin eftir frumheimildum. Eina heildarrann-
sóknin af því tæi er enn bók Ólafs Davíðssonar: Galdrar og galdrainál á Islandi,
sem hann samdi um síðustu aldamót og lauk í rauninni aldrei við. Það rit var
þó ekki gefið út fyrr en á árunum 1940-43 og þá án nokkurra viðbóta eða rit-
stjórnar. Sú saga hefur gengið að bókin hafi verið prentuð til þess að koma í
veg fyrir að hún yrði misnotuð, þ.e. menn tækju efni úr henni í eigin ritverk
án þess að geta heimilda. Siglaugur Brynleifsson gaf út bókina Galdrar og
brennudðmar árið 1976, en þar fór hann eingöngu eftir prentuðum ritum. Aft-
ur á móti hafði þá margt verið prentað af heimildarritum eftir að Ólafur setti
saman bók sína, t.d. Alþingisbækur og Annálar. Skjalasöfn eru nú miklu að-
gengilegri en um aldamótin, og þar eru ýmsar skjalabækur, einkum héraðs-
dómsbækur, sem voru Ólafi Davíðssyni ekki tiltækar. Einstök mál og ein-
stakir menn hafa verið rannsakaðir ítarlega, þótt miklu meira þyrfti af slíku
að gera. Sigfús Haukur Andrésson skrifaði um Þorleif lögmann Kortsson í
Skírni 1957. Þar rekur Sigfús ekki einstök galdramál, sem Þorleifur hafði
afskipti af, en niðurstaða hans um þau (bls. 162-63) er:
Það væri allt of umfangsmikið að rekja hér öll þau galdramál, sem
Þorleifur Kortsson fékk til meðferðar, enda óþarfi, þar sem þau eru
hvert öðru lík og þeim sakfelldu venjulega borið það á brýn, að hafa
með göldrum valdið sjúkdómum eða dauða á mönnum eða skepnum,
eða aðeins, að fundizt höfðu í fórum þeirra blöð eða annað með galdra-
stöfum á. Þætti hið fyrrnefnda sannast á menn, sluppu þeir sjaldan
við bálið, en hlutu venjulegast eina eða tvær húðlátsrefsingar fyrir
hið síðarnefnda.