Saga - 1993, Síða 253
RITFREGNIR
251
Þetta er hin merkasta niðurstaða um þennan mikla andskota galdramanna
og verður vikið að henni síðar.
Einnig er rétt að nefna að skjöl um seinasta dauðadóm yfir galdramanni
hér á landi komu nýlega í Ijós, en þar sést m.a. glögglega hvernig hann í raun
notaði særingu, tóuvers (Jón Samsonarson. „Tóuvers Klemusar Bjarnasonar."
Gripla 6 (1984), bls. 64-85). Loks ætla ég að nefna, að í þjóðsögum hefur auk-
ist iliska karlmanna gegn kvenþjóðinni. Jóhann Hjaltason hefur leitt rök að því,
að Galdra-Manga, sem þjóðsögur sögðu að drekkt hefði verið fyrir galdra, hafi
í raun dáið í góðri elli („Hjá Möngufossi". Heimdragi 3 (1967), bls. 74-85.)
Sem dæmi um hve ófullkomnar þær heimildir voru, sem Olafur hafði, má
nefna að árið 1678 kom upp galdramál í skólanum í Skálholti og notaði hann
mjög Arbxkur Espólíns sem heimildir, en mikið er um þessi mál og fleiri
galdramál í Bréfabókum Þórðar biskups Þorlákssonar, sem varðveittar eru í
Þjóðskjalasafni, en þær hafði Olafur Davíðsson ekki. - Annars verður að hafa
í huga, að því verður að taka með varúð, sem Arbækur Espólíns greina um at-
burði 17. aldar, ef ekki fæst stuðningur af samtíma heimildum.
Næsta víst er að víðar en hér yrði hægt að fylla verulega í myndina af ein-
stökum málum og galdramáiunum í heild með skipulegri leit í heimildum.
Þess vegna er mikil þörf á að fara af nákvæmni yfir skjöl galdraaldar og Ieita
af sér allan grun og ganga úr skugga um hvað þar er að finna til viðbótar við
þær heimildir sem þegar hafa verið notaðar í fræðiritum. Það er varla vansa-
laust að reyna ekki að leita meir en gert hefur verið.
Galdrar eru eðlilega öðru fremur dæmi um efni þar sem alls konar grillur
komast á kreik. Má þar t.d. nefna skýringar á, hvers vegna konur voru eink-
um brenndar. ísland var þó undantekning, því að fáar konur voru brenndar
fyrir galdra hér á Iandi miðað við nágrannalöndin. Galdrar hér á landi voru
skrifleg hefð og karlar voru fremur skrifandi en konur. Eitt sinn ræddi ég við
útlenda fræðikonu um það, hvers vegna svo fáar konur voru brenndar hér-
lendis fyrir galdra. Hún hélt því fram að það hefði verið af því, að konur
hefðu verið svo mikils metnar hérlendis, en þar sem skriftarkunnátta meðal
þeirra var ekki eins almenn og karla er augljóst, að íslendingar hafa metið
konur sínar svo lítils, að ekki hefur þótt taka því að brenna þær fyrir galdra.
En eftir er að skýra hvers vegna galdrar þróuðust með þessum sérstaka hætti
hér á landi. Galdrabrennurnar hafa oft verið teknar sem dæmi um ofsóknir
gegn konum og hefur það ekki allt reynst hafa við rök að styðjast. I fyrrnefndu
riti frá 1984 eftir Hans Eyvind Næss segir (bls. 71):
Bente Alver skrev i 1971 i boken Heksetro og trolldom (s. 63) at fler-
tallet av trolldomsanklagede personer i Norge var enslige kvinner.
Pástanden kan ikke kildebelegges. I Danmark var det ogsá hoved-
sakelig gifte kvinner som ble mistenkt og anklaget for trolldom. Slik
er det ogsá i andre europeiske land.
Þessi fullyrðing um að einstæðar konur hafi einkum verið ákærðar fyrir gald-
ur á Norðurlöndum og í öðrum Evrópulöndum á samkvæmt þessu sér ekki
stoð í heimildum; byggir með öðrum orðum á engu, en hún var þó notuð til
skýringar á því hvers vegna konur voru yfirleitt ekki brenndar hér á landi
fyrir galdur; þær bjuggu sjaldan einar, voru ósjálfstæðar og oftast háðar mönn-