Saga - 1993, Qupperneq 254
252
RITFREGNIR
um sínum (Helgi Skúli Kjartansson í „Inngangi" að: Hngh Trevor-Roper: Galdra-
fdrið í Evrópu, bls. 34, og þar er vitnað í Siglaug Brynleifsson bls. 107, en Helgi
telur með réttu þessa skýringu ná skammt.) Þessi villukenning er dæmi um
að meintar ofsóknir gegn einstæðum konum hafa verið orðum auknar, og þar
með eru komin rök fyrir því, að konur hafi ekki alltaf verið ofsóttar eins mik-
ið og margir/margar hafa viljað álíta. Hér er einnig áminning um að nauð-
syn er að athuga vel, hvort ekki geti verið víðar á sandi byggt. I bókinni
Galdrar á Islandi er gömlu vitleysunni viðhaldið af samviskusemi (bls. 39).
Sem dæmi um skoðanir efasemdarmanna á galdraöld er íhugunarvert bréf
Þorláks biskups Skúlasonar um galdra frá 1640, sjá Brcfabók hans útgefna
1979, bls. 99-100.
Hann ljóstaði upp á manninn náunga sinn, að hann hefði galdur að
mig minnir. Þar held eg hann standi fyrir lygi og róg, ef ekki bevísast
eður so dæmist. Því þó kver hefði hjá honum verið meður nokkrum
stöfum eður characteribus, þá er enn það ekki definerat af þeim sem
yfir eiga að dæma, því er hinn ekki sekur orðinn að mínum skilningi,
hann átti og aungva sök á því máli, þó satt hefði verið. ...Færi betur í
Svarfaðardal væri færra illt talað og færra illt gjört en þaðan er að
spyrja árlega, Guð náði.
Af þessu er augljóst, að bréfritarinn, Þorlákur Skúlason, hefur litið á þennan
galUraáburð sem sveitarerjur sem ekki var rétt að taka mikið mark á. Þegar
skoðuð er héraðsdómsbókin úr Barðastrandarsýslu fyrir árið 1719, sést að
þar er orðrómur um galdur og veikindi látinn nægja til ákæru fyrir galdur.
Hér er um að ræða héraðsdóminn í seinasta galdramálinu, sem kom til al-
þingis. Geta menn ímyndað sér hve traustur grundvöllurinn var þar.
II
Til þessa hefur verið talað um það sem hefur verið gert og þarf að gera hér-
lendis í rannsóknum á galdramálum, en kominn er tími til að reyna að kom-
ast að efni ritsmíðar þessarar.
Bókin Galdrar á íslandi er þykk, alls 466 síður, og er þar fyrst formáli og er
svo að sjá, að hann sé fyrsti hluti bókarinnar, en þar á eftir er annar hluti,
sem heitir: „Var þá þytur í loftinu. Frá rúnaristum til dauðsmannsbeina." Þessi
hluti skiptist síðan í sex undirkafla og nær aftur á síðu 191. Á bls. 193-252 er
Ijósprent galdrabókar frá 17. öld og varðveitt er í Stokkhólmi og er þetta
þriðji hluti bókarinnar. Sú bók var áður gefin út af Nat. Lindqvist 1921 með
heitinu: En islándsk svartkonstbok frán 1500-talet. Utgiven med översáttning och
kommentar. Seinasti hluti bókarinnar, frá bls. 253 og til loka, er endurútgáfa
þessa handrits með nútímastafsetningu og miklum skýringum aftan við
hvert atriði. Tilvísanir eru aftan við annan og fjórða hluta, en heimildaskrá er
engin né heldur nafnaskrá og er það verulegur ágalli, einkum vöntun þeirrar
síðarnefndu.
Á kápu bókarinnar stendur um handritið m.a.: „Hér á landi varð hópur
fólks eldinum að bráð fyrir þær sakir einar að hafa galdrarit á borð við þetta i