Saga - 1993, Side 255
RITFREGNIR
253
fórum sínum." Ekki er hægt að segja annað en þetta stangist nokkuð á við
niðurstöðu Sigfúsar Hauks, sem að framan var tilfærð. í formála segir, að
handritið, sem út er gefið sé
burðarás þessarar bókar en auk þess er birt ritgerð... um galdra hér á
landi og í alþjóðlegu samhengi, heiðnar rætur, og átök sem urðu í ís-
lensku þjóðfélagi eftir siðaskiptin og á 17. öld, en þá fór fram kristni-
taka hin síðari að mati undirritaðs, heiðinni þjóðmenningu var út-
rýmt með báli og brandi.
Ekki laust við að þetta væri nokkur nýjung í vísindunum ef satt reyndist.
Fyrir þessari kenningu hljóta að vera sterk rök og veigamikil, studd mikilli
°g nákvæmri rannsókn. I formálanum segir og að sumt af efni galdrabókar
megi rekja „inn í úlfgráa heiðni".
I upphafi formálans stendur um handritið: „Raunar á þetta handrit sér
enga hliðstæðu í Norður-Evrópu enda var slíkum ritum tortímt eftir fremsta
megni á galdratímunum." í þessari fullyrðingu hlýtur að felast að efni henn-
ar sé ekki finnanlegt annars staðar. Maður hét Þorsteinn Konráðsson, sem
safnaði mjög galdrastöfum og öðrum galdrafræðum, m.a. ýmsu eftir galdra-
skræðum og blöðum sem þá voru í einkaeigu og er sumt líklega glatað.
Handrit hans er í Lbs. 3903, 4to, en þar (bls. 3-4) skrifaði hann m.a. um galdra-
bók þessa:
Stokkhólmsbók er skrifuð á mismunandi tímum, og er talin vissa fyr-
ir að elsti hluti hennar sje skrifaður á Islandi en 6 síðustu blaðsíðurn-
ar er taldar mestar líkur fyrir að sjeu - eða hafi verið ritaðar í Dan-
mörku. Það er talið að Stokkhólmsbók hafi farið af íslandi í lok 15
aldar eða byrjun 16 aldar. Komst handritið þá til Danmerkur og í
hendur galdramanna þar, sem juku við það eptir öðrum íslenzkum
galdrahandritum. ... ímsar getur er um það frá hvaða tíma handrit
þetta sje, jafnvel að það muni hafa verið ritað í lok 14. aldar, en engin
tvímæli leika á því að fyrri hluti þess sje ritaður á Islandi, og síðari
hlutinn afritaður eptir annari íslenzkri galdrabók....
Þar sem engin tvímæli leika á um uppruna handrits þessa rjeði eg
af að taka það í heilu lagi í safn þetta, þótt sumir galdrastafirnir hafi
komið fram í öðrum handritum, sem en hafa varðveitst í afskriftum
hjer heima. Það sýnir meðal annars að margt er snertir hin fornu
þjóðlegu dulrænu íslensku fræði er fyrir árum og öldum flutt burt úr
landinu,... En því skal við bætt að eg tel fullan vafa á að handrit þetta
sje eins gamalt og það er talið.
Bendir gerð galdrastafanna og ritháttur helst til að það sje ritað
eptir lok 16. aldar. Enfremur eru líkur fyrir að það sje ritað á vestur-
landi, því sumir galdrastafirnir, einkum Fretrúnirnar voru í lok 16
aldar og fram um 1650 algengari þar en í öðrum landshlutum.
Þorsteinn komst með öðrum orðum að sömu niðurstöðu um aldur galdra-
Fókar þessarar og Jón Samsonarson síðar þegar hann skráði handrit í Svíþjóð
°g getur MVS þess á bls. 10. En fullyrðing Þorsteins, sem hefur rannsakað
þetta manna mest, um að sumir stafanna komi fram í öðrum handritum á ís-
Hndi, afsannar að þetta handrit eigi sér ekki hliðstæðu.