Saga - 1993, Page 256
254
RITFREGNIR
Fyrsti kafli í öðrum hluta heitir: „Menn og bækur", og verður hér nokkuð
nákvæmlega fjallað um þann kafla. Annars finnst mér það eiga við þennan
kafla og bók þessa í heild/að tengingar virðast vera undarlegar, þ.e. atriði
eru tengd saman, þótt erfitt sé að sjá þar einhvern skyldleika á milli, t.d. bls.
15: „Galdrabrennur 17. aldar (1625-85) mynda einskonar hliðstæðu við brenni-
fórn Nóa eftir Flóðið."
MVS vitnar mjög í Hugrás eftir Guðmund Einarsson prófast á Staðarstað
sem sett var saman 1627. Sigurður Skúlason bjó hana undir útgáfu og var
það ritgerð hans til meistaraprófs íslenskum fræðum vorið 1927. Ekki hefur
þessi ritgerð þó enn birst á prenti, þótt til hefði staðið að hún kæmi út í
Kaupmannahöfn í íslcnzkum ritum sidnri aldn um 1950. Hvergi getur MVS
hvar þessi ritgerð er nú finnanleg, en Sigurður Skúlason afhenti hana Árna-
stofnun og fékk MVS afrit þar, en verra er að hann hefur engar tilvísanir í
blaðsíðutal hvorki í uppskrift Sigurðar eða handritið sem hann fór aðallega
eftir; sama á við um önnur óprentuð rit sem MVS fékk í uppskrift. Þetta eru
þó smámunir, sem vart er ástæða til að gera veður út af. Eitthvað ber á
röngum tilvísunum og má þar til nefna, að rannsókn Hannesar Þorsteinsson-
ar á Galdra-Lofti er ekki í Huld, heldur í Sagnaþáttum Gísla Konráðssonar,
sem út komu 1915-20 og meira ber á ónákvæmni og villum í tilvitnunum til
heimilda. Bókin er ekki laus við prentvillur, en þær virðast þó vera fremur
fáar og blessuð kýrin verður kú í nefnifalli, eins og heyrst hefur áður. Orð-
réttar tilvitnanir er oftast farið með af nákvæmni, en vitanlega er ekki sama
hvernig með heimildir er farið.
Lítum nú á Hugrds, meðferð og ályktanir af henni dregnar. A bls. 17-18
fullyrðir MVS afdráttarlaust að galdrakver sem Guðmundur Einarsson fékk
hjá tveimur nágrannaprestum sínum 1625 séu eftir Jón lærða og þetta er end-
urtekið margoft í bókinni (t.d. bls. 31, 118, 121, 124, 342, 396) athugasemda-
laust. Þetta er rangt, Guðmundur getur þess hvergi í Hugrris að Jón lærði hafi
skrifað þessi galdrakver, og er honum þó annars staðar í riti þessu svo mikið
niðri fyrir, þegar hann er að djöflast gegn Jóni lærða, að hann hefði ekki látið
hjá líða að finna honum það til foráttu sem hann gat. Annað mál er, að þessi
galdrakver eru með sameiginleg efnisatriði við það kver sem Jóni varð til
dómsáfellingar 1631, en í þeim eru einnig atriði sem ekki voru í kveri Jóns
lærða, þótt það sé lengra og efnismeira. Innihald í galdrakverum er jafnan
líkt og í einu kveri er aðeins meira og í öðru er minna og ómögulegt er að
finna upphaflegan texta. - Þetta á einnig við um Galdrabók, sem hér er út-
gefin. - Þess vegna er það engin sönnun, að Jón lærði hafi komið nálægt
uppskrift galdrakvera - um höfund er allt miklu erfiðara - þótt sömu efms-
atriði séu finnanleg í þessum fyrstnefndu kverum og kveri sem hann í raun
skrifaði.
Ekki er hægt að skilja MVS öðru vísi en svo, að hann telji fyrrnefnd galdra-
kver ástæðu fyrir því, að Guðmundur Einarsson setti saman Hugrris. Ef for-
máli Hugrásar er lesinn sést að það er kvæði Jóns lærða, Fjandafæla, er hann
orti gegn draug á Snæfjöllum 1611 sem var ástæða til þess að séra Guðmund-
ur setti Hugrris saman, enda er seinni partur hennar „um þann dikt Fjaldafæl-
una sem Jón Guðmundsson ort hefur." (Lbs. 494, 8vo, bl. 67r). í þessum hluta