Saga - 1993, Side 258
256
RITFREGNIR
in í henni vera, að snemma á 17. öld „er eins og tveir aðgreindir „menningar-
heimar" verði til innan kirkjunnar." Sumir innan kirkjunnar hafi staðið gegn
þekkingu, en aðrir ekki. "...þekkingin sem slík var ekki ætluð almúgamönn-
um; hún var séreign kirkjunnar og útvaldra þjóna hennar." Við þetta hlýtur
að vakna spurningin hvers vegna biskupar voru að gefa út guðsorð. Einnig
virðist þetta stangast á við það að á 17. öld breiðist út frá biskupsstólunum
áhugi á að skrifa upp forna texta og skriftarkunnátta verður sífellt útbreiddari
meðal leikmanna. Um þetta efni er rétt að benda sterklega á yfirlitsgóða grein
eftir Peter Springborg („Antiqvæ historiæ lepores - Om renæssancen i den is-
landske hándskriftproduktionen i 1600-tallet." Gardnr 8 (1977)). Einnig verð-
ur að minnast að Jón lærði og Björn á Skarðsá voru ekki skólagengnir og sem
dæmi um ritstörf þeirra má nefna, að árið 1623 tíndi Jón saman Grænlands-
annál fyrir Hólamenn, sem er með því elsta af því tæi, og Björn á Skarðsá
samdi annál sinn einnig fyrir þá. Hérlendis fór löngum orð af því að margir
óskólagengnir menn væru læsir og skrifandi og tæplega eru Jón lærði og
Björn á Skarðsá fyrstu óskólagengnu fræðimennirnir.
Seinna í þessum kafla er talað um galdrabækur, sem álitið er að til hafi
verið, og virðist þar lítið sinnt heimildarýni, því að ungar þjóðsögur eru tald-
ar vera góðar heimildir um tilvist þeirra. I seinasta parti er heimildarýnin
ekki betri, því að Arbæknr Espólíns eru notaðar, þótt heimildir þær sem hann
notaði liggi stundum á lausu. Verður hér ekki rætt nánar um einstaka kafla i
2. hluta, en um notkun heimilda.
Ein af fáum útgáfum á galdraritum er Kennimark kölska (Chnracter bestise)
sem Lýður Björnsson gaf út 1976. Um þá bók skrifaði ég ritdóm í þetta tíma-
rit 1977 og voru þar leidd rök að því, að Páll Björnsson í Selárdal væri höf-
undur rits sem sagt er vera eftir Daða Jónsson. Ekki virðist MVS hafa þekkt
þennan ritdóm, því að hann eignar Daða athugasemdalaust allt sem Lýður
eignaði honum. Hafi ruglið komist á gang, þá helst það. Til gamans má nefna,
að maður nokkur, mjög vel að sér og hógvær, ásakaði mig harðlega fyrir það
hve sá ritdómur var linur. Annars er MVS nijög heppinn að vitna ekki í rit
Páls Björnssonar gegn Jóni lærða um álfafólk, sem birt er í þessari bók, því að
það rit er ekki til, heldur er það hluti úr Hugrás.
Undarleg er textameðferð víða. Á bls. 122 er klausa tekin úr riti um galdra
eftir Sigurð Torfason, en það rit er varðveitt í handritinu AM 698, 4to, sem
kom hingað til lands í handritaskilum 23. september 1976. Ólafur Davíðsson
þýddi þessa klausu á þýsku og var hún prentuð í þarlendu tímariti árið 1903.
Eftir þýska textanum þýðir MVS klausuna á íslensku. Af þessu geta menn
séð, að það var svo sannarlega ekki til ónýtis barist af íslendingum að fa
„handritin heim", þegar kennarar við Háskóla íslands notfæra sér svona vel
að hafa þau nærri. Til skemmtunar og samanburðar við íslensku þýðinguna
verður þessi klausa birt hér í gerð höfundar, en hún er á bls. 24r í fyrrnefndu
handriti:
Anno MDCLIII (ef mig rétt minnir) komst hér á loft nokkurt bréf
hvort kallað var Michilsborgarbréf, hvar að stóð, (að mig minnir) að
þetta bréf ætti að hanga í loptinu og líða upp aftur ef nokkur vildi a
því taka (sakir heilagleikans skal eg trúa), en eftir því mætti hvor