Saga - 1993, Síða 260
258
RITFREGNIR
111
I seinasta hlutanum eru galdrarnir færðir til nútímastafsetningar og í ein-
staka tilvikum þegar málið á sumum göldrum er útlenskulegt, þá nálgast að
tala megi um þýðingu, en um þetta notar MVS sögnina „endurbyggja", en
um slíkt hefur bæði í málfræði og handritafræði lengi verið notað „endur-
gera".
Eg hef þegar rætt um athugasemdir og skýringar við fáeina galdra og
verður það ekki endurtekið, en þar virðist mér vera meira um hugleiðingar
heldur en samanburð og mat. Hér hefði verið ástæða til að taka særingar til
sérstakrar athugasemdar en það er ekki gert. Rétt hefði verið að ræða hlið-
stæður hvers einstaks galdurs og rekja hann til fornra heiðinna róta, sem
MVS talaði um í upphafi bókar. Lítið sést af slíku; þó ber að nefna 26. galdur
og 46., en þó ber að álíta að sérkennilegt er málið á seinni galdrinum, sem
MVS vill rekja langt aftur. Hér er sem annars staðar léleg heimildarýni og
þegar tekið er tillit til þess sem á undan er nefnt, þá má ljóst vera að torvelt
er að vera mjög trúaður á fornar rætur, enda erfitt að vita eitthvað um heiðn-
ina með vissu.
Ekki virðast allar skýringar við einstaka galdra vera í einhverju sambandi
við þá sjálfa, sbr. 36. Ekki er leitast við að skýra textann eða gera strax Ijóst,
hvernig hann er tilkominn, þ.e. skýringu vantar á orðum, en annað virðast
vera stílæfingar sem lítið eiga skylt við þennan galdur.
Hér verður Iátið staðar numið um bók þessa, en um hana þyrfti margt að
skrifa og margar athugasemdir að gera, en til þess skortir mig tíma, en heim-
ildarýni er ekki í lagi svo vægt sé til orða tekið. Þekking á efninu er með
köflum mjög takmörkuð svo að það sem á því er byggt stendur ekki allt vel.
Utgáfan bætir litlu við og hugleiðingar MVS leiða menn ekki alltaf á rétta
leið.
Loks vil ég taka dæmi um sérkennilegar og torskildar tengingar og torskilj-
anlega túlkunargleði. Af nógu er að taka í þessari bók. Fyrst vil ég geta til at-
hugasemda, að svo virðist sem MVS geri lítið úr hreinlæti og ekki þekki ég
þá norrænu þjóðtrú sem vitnað er til, en aftur á móti er rétt að minna á klausu
í Þjóðsögum Jóns Arnasonar II, bls. 6, en þar segir frá því að kölski hafi fengið
Ioforð frá drottni um saurindi þau sem maðurinn Iegði af sér á jörð, en þó með
því skilyrði að maðurinn liti ekki aftur. Gefum nú MVS orðið (bls. 158-9.):
Flestum býður auk þess við eigin efnisleika, saur, hlandi og blóði,
hinu dýrslega og formlausa, því sem eyðir útlínum líkamans, flæðinu,
umbreytingunni. Það kernur t.d. fram í afstöðu fólks gagnvart eigin
úrgangi. Skítur er óflokkanlegt fyrirbæri að því leyti að hann er hvort-
tveggja í senn - inni í þér og utan við þig. f norrænni þjóðtrú er mönn-
um ráðlagt að ganga ekki örna sinna á víðavangi. Það þótti heimsks
manns uppátæki að skilja sjálfan sig eftir úti í móa því að verið gat að
öfundsjúk galdrakind lægi í felum á bak við næsta hól, vopnuð vel-
brýndum hníf eða flísóttu tréskafti. Fólk trúði því að örlög kúks og
manns færu saman. Varúðin virðist vera enn meiri sé horft til nútím-
ans. Á nútímaheimilum njóta einungis salerni og baðherbergi ákveð-