Saga - 1993, Side 262
260
RITFREGNIR
sem þessa kynlegu sögu varða og verða fundnir. Samtímis eru menn enn
einu sinni á það minntir, að sekur er sá einn sem tapar, og einnig að löngum
eru það sigurvegarnir, sem söguna rita.
í þessu tiiviki eru talsmenn sigurvegaranna ungir menn og vaskir, komnir
til vits og ára eftir að flestir sögulegustu atburðirnir sem um er fjallað voru
afstaðnir. En í sigurvímunni og veislugleðinni yfir öllum heimildakrásunum
snúast málin þannig í höndum þeirra að meira líkist kappsömum málflutn-
ingi en að mál sé reifað og yfir það horft frá öllum sjónarhornum. Hér er ein-
göngu um málsókn að ræða, hinir sakbornu hafa þegar verið dæmdir, og
eigin orð þeirra eru því aðeins dregin fram að þau skaði þá sjálfa.
Vel má vera að ungum mönnum, sem um 1920 nutu þeirrar miklu náðar
að eiginkona efnaðs skipstjóra, vel stæður kaupsýslumaður eða fórnfúsir
sveitungar gerðu þeim kleift að Ijúka stúdentsprófi, hefði verið sæmra að
slást í halelújakór umhverfis Iávarða sína en að láta sér til hugar koma að
eiga þátt í að skapa þær aðstæður, að síðar meir fengju hæfileikar og eigin
óskir að ráða menntaleiðum manna en ekki duttlungar vandalausra Maece-
nasa. Gerum okkur bara í hugarlund hversu þeir hefðu notið sín sem væru-
kærir og velsælir oddborgarar þeir Stefán Pjetursson, Brynjólfur Bjarnason
og Einar Olgeirsson. En þess í stað lentu þeir í slagtogi með meira og minna
vafasömum lagsmönnum, innlendum og erlendum, og því fór sem fór. Þeir
urðu aldrei á Iangri ævi eigendur og íbúar glæsihalla, en umhverfis þá
virðist löngum hafa verið líf í tuskunum.
Einar Olgeirsson virðist hafa flestum lengur enst til þess að rækja æsku-
vináttuna við vafasama erlenda skoðanabræður. En hann fékk að reyna á
eigin kroppi að innlendir andstæðingar hans áttu líka volduga erlenda vini,
sem þeir gátu að minnsta kosti einu sinni sigað á hann. Um þá atburði er
skiljanlega ekki fjallað í þeirri bók, sem hér er rætt um, enda mun leyniskjala
um þann málarekstur annars staðar að leita og öllu nær en í Moskvu. Ekki er
heldur vitað hversu vel þau hafa verið varðveitt eða hvenær sá dagur kemur,
að þau verði gerð forvitnum og fróðleiksfúsum aðgengileg.
Hinir ungu og ötulu höfundar eru undrandi á því að Jens Figved, Andrés
Straumland og jafnaldrar þeirra skuli hafa Iátið freistast af tilboðum um
námsferð og dvöl í Rússlandi. Já, hvers vegna fóru þeir ekki bara í héraðs-
skóla, Kennaraskólann, Menntaskólann, Verslunarskólann eða Samvinnu-
skólann? Eða fóru að dæmi Brynjólfs, þegar hann notfærði sér kosti kapítal-
ismans og leitaði uppi land, þar sem verðhrun hafði skapað aðkomumönn-
um gósenland á kostnað heimamanna? Sannleikurinn er víst sá, að flesta
mun þessa menn hafa brostið þá forsjálni að fæðast foreldrum, sem efni
höfðu á að kosta þá eða önnur börn sín til framhaldsnáms. Ókeypis nám og
uppihald í öðru landi var happ sem ungir fullhugar létu sér naumast úr
hendi sleppa. Þar á ofan munu þessir menn hafa trúað að þeir væru að búa
sig undir að þjóna göfugum málstað. Þeir áttu víst fæstir eftir að heyra berg-
málið frá hinni frægu ræðu Krústsjoffs.
Þeir sem aðhylltust sósíalisma eða kommúnisma hygg ég að hafi ekki gert
það til þess eins að láta illt af sér leiða eða skaprauna þeim, sem aðra stefnu
tóku. Ekki held ég heldur, svo að hliðstætt dæmi sé nefnt, að gagnmerk