Saga - 1993, Blaðsíða 263
RITFREGNIR
261
kona, sem varði ærnum kröftum í þágu Sjálfstæðisflokksins á sínum tíma,
hafi verið fýsandi þess eða fylgjandi, að Gyðingar yrðu upp til hópa sendir
inn í eilífðina, þó að hún léti hafa eftir sér að ieitun væri að þeim, sem há-
leitari hugsjónir ættu en þýsku nasistarnir. Henni varð eins og fleirum star-
sýnt á að atvinnuleysi þvarr til muna í Þýskalandi eftir valdatöku Hitlers, og
eins hafði það gríðarleg áhrif á íslenskt verkafólk að Rússar sluppu við
kreppuna miklu á fjórða áratugnum.
Líkast til hefur Andrés Straumland verið fallinn frá áður en Stnlín var end-
anlega afhjúpaður. Eg veit annars fjarska lítið um Andrés þennan. Á sínum
tíma var hann einn af fyrstu forvígismönnum S.Í.B.S. Hann mun hafa verið í
tölu þeirra kommúnista, sem góðkunnur andstæðingur þeirra sagði um:
„Þetta eru upp til hópa berklaveikir helvítis ræflar." Undir þá sök voru þeir
víst líka seldir Brynjólfur Bjarnason, Einar Olgeirsson, Jón Rafnsson, Ingi R.
Helgason og margir fleiri. Sumir þeirra upplifðu það meira að segja að vera
reknir af spítölum og heilsuhælum fyrir pólitískan áróður meðal þjáningar-
systkina sinna. Deildu þeir að því leytinu til örlögum með þeim Eggerti Þor-
bjarnarsyni, Ásgeiri BI. Magnússyni og Eymundi Magnússyni, sem fyrir
svipaðar sakir voru reknir úr menntaskólum landsins. Allt mun þetta hnjask
hafa leitt til þess að unga fólkið, sem fyrir því varð, lærði að líta á samfélagið
sem meingerðarmann sinn og andstæðing. Þegar því virtist svo standa annað
og betra til boða, ef það einungis legði sitt af mörkum, var ef til vill ekki að
undra, þó að það brygðist á ýmsa vegu við. En slíkt kemur ekki mál við efni
þessarar bókar. Þar finnast engar málsbætur öðrum en þeim sem sneru við
blaðinu og endurfæddust til hins eina sanna andkommúnisma. Þar er Ólafur
Friðriksson að vísu undanskilinn, hversu sem því víkur við.
Sem fyrr segir hafði það mikil áhrif á íslenskan almenning á árunum
1932-40, þegar fullyrt var að atvinnuleysi og kreppa gengi hjá garði í Sovét-
n'kjunum. Fyrir kosningarnar 1937 heyrði ég frambjóðanda og alþingismann,
valinkunnan sómamann, halda því fram að atvinnuleysið stafaði mestan part
af leti og ómennsku þeirra verkamanna, sem látið hefðu glepjast af áróðri
sósíalista.
I þessum kosningum, 1937, var óspart slegið á þá strengi að slagurinn
stæði milli tveggja fylkinga, sem nöfn tóku af þeim sem þá börðust um völd-
in á Spáni. Annars vegar var Breiðfi/lkingin („falanxinn"), Sjálfstæðisflokkur
°g Bændaflokkur. Hins vegar var Samfylkingin („front populaire"), Fram-
sóknarflokkur og Alþýðuflokkur. Utan þessarar skiptingar var kommúnist-
um haldið, en þeir áttu engan mann á þingi fyrir þessar kosningar.
Morgunblaðið og Visir, þá sem nú aðsópsmestu dagblöðin, kölluðu yfirleitt
liðsmenn spænsku lýðveldisstjórnarinnar rauðliða, en uppreisnarmenn, fal-
angistana eða fasistana, þjóðernissinna. Má fara nærri um hvorri nafngiftinni
meiri velþóknun fylgdi.
I þessa gömlu daga er ekki gott að segja hvaða málstaður hefði helst að
Hestra dómi verið álitinn glötuninni vígður. Ekki er t.d. alveg grunlaust um
að allmargir ungir og framgjarnir menn á snærum Sjálfstæðisflokksins hafi
talið laissez faire kapítalisma búinn að ganga sér til húðar. Ugglaust töldu
sumir þeirra Hitler og hagspekinga hans, ekki síst dr. Hjalmar Schacht, hafa