Saga - 1993, Qupperneq 264
262
RITFREGNIR
undir höndum þann lausnarstein, sem duga mætti til þess að leysa rembi-
hnút kreppunnar, sem um þær mundir drap allt í dróma.
Árin sem hin alræmdu Moskvuréttarhöld stóðu yfir urðu aðrir atburðir
drýgri við að draga að sér athygli almennings. Abessiníustríðið 1935-36,
Spánarstyrjöldin 1936-39, og frá 1937 voru Japanir smám saman að lagða
utan úr Kínaveldi þau landsvæði, sem þeir kærðu sig helst um. Vorið 1938,
þegar stjórnendur Breta voru í páskaleyfi, sló Hitler eign sinni á Austurríki,
og haustið 1938 fékk hann Súdetahéruðin í Bæheimi aflient á fati. Um nokk-
urra mánaða skeið voru líka kvennamál Bretakonungs fyrirferðarmeiri í
heimsfréttunum en flest annað, sem þá dreif á dagana. En þetta gerðist líka á
þeim misserum, þegar rúgbrauð („þrumari") með smjörlíki og rótarkaffi var
tíðasta viðurværi fjölda manna og ekki bara þeirra Jens og Andrésar austur í
Garðaríki. En þetta var í gamla daga og sjálfsagt best að gleyma því sem
fyrst. Það hefur ekki lengur fréttagildi, segja víst sumir, sem mark ber að taka
á.
Tök sagnaritaranna ungu og upprennandi á máli og stíl eru yfirleitt viðun-
andi. Sums staðar má þó greina að höfð hafa verið helsti hröð handtök áður
en lauk. Vill sá löngum verða hátturinn á í því jólabókaóðagoti sem hér er
fremur regla en undantekning. Þó hefði vandaður yfirlestur einhvers, sem
ekki var þegar orðinn „samdauna" handritinu (- afsakið orðbragðið -) átt að
duga til þess að afstýra hálfgerðum fjólustíl, sem einkum er stundum hrapað
niður í í síðari hluta bókarinnar. Þar er á hinn bóginn síður fallið í þá freistni
en í fyrri hlutanum að fara að þarflausu niðrandi orðum um sögupersón-
urnar. Er þá stundum því líkast sem höfundi svelli móður og finnist hann
þurfa að minna lesendur á, að sjálfur hafi hann síður en svo velþóknun á
þeim sem um er fjallað. Hefði þó nægt að láta þess getið í eitt skipti fyrir öll.
Af augljósri velþóknun er skýrt frá því, þegar þaulvanur og útsmoginn
fréttamaður - og þar af Ieiðandi sannleikselskandi - „saumar að" ungmenni,
nýsloppnu frá nornakötlum mikilla atburða. Osjálfrátt læðist að manni sa
grunur, að höfundur sjái þá sjálfan sig í anda „ganga í skrokk" á meiri bógi,
t.d. dönskum forsætisráðherra, sem þrátt fyrir engilbjartan og óvelktan
hreinleika íhaldsmannsins hættir til að skripla á skötu, þegar reynt er að
beina honum inn á hinn þrönga veg sannleikans.
Heimildaskrá og nafnaskrá er hvort tveggja til ómetaniegs hagræðis fyrir
þá sem bókina lesa til annars en afþreyingar. Þó er eins og úthaldið hafi
brostið í tilvísanakerfinu undir lokin. Þar hefur prófarkalesari lika greinilega
dottað.
Mikil rækt hefur verið við það lögð að hafa nöfn sem réttust, svo sem sja
má af vangaveltum á bls. 87, neðanmálsgrein 194. Öllu miður hefur tekist til
á bls. 88, en þar er Aðalbjörg Sigurðardóttir, sá mikli kvenskörungur og
mælskugarpur, orðin að Aðalheiði. Og þannig er hana einnig að finna i
nafnaskránni.
Þá á það greinilega fram hjá engum að fara að Bjarni frá Hofteigi varð ekki
mosavaxinn í Austur-Þýskalandi. Segir þar fyrst í tilvísun eftirmáls, en síðan
í meginmáli: „Bjarni hætti þó fljótlega námi." (Bls. 259 og 325).
Á bls. 161 og 204 er frá því sagt að Árni Björnsson hafið árið 1956-57 starf-