Saga - 1993, Side 266
264
RITFREGNIR
Röhr, Anders og Ahman, Tor: SÖGUATLAS. MANN-
KYNSSAGA í MÁLI OG MYNDUM. Dagný Heiðdal og
Súsanna Margrét Gestsdóttir þýddu. Námsgagnastofnun.
Reykjavík 1992. 200 bls. Kort og myndir.
Út er kominn hjá Námsgagnastofnun Söguntlns, fyrsti mannkynssöguatlasinn
á íslensku. Spannar hann söguna allt frá upphafi mannsins til vorra daga. I
bókinni eru 185 litprentuð kort auk ljósmynda og teikninga, flest í lit. Einnig
er aftast í bókinni söguleg tímatafla, sem skipt er niður eftir heimsálfum og
bætt hefur verið við dálki um ísland. Bæði eru í bókinni nafnaskrá korta og
atriðis- og mannanafnaskrá, hvor tveggja mjög aðgengileg.
Eins og fram kemur á baksíðu Söguatlass er bókin einkum ætluð fram-
haldsskólanemum, en er einnig ætlað að vera aðgengilegt uppsláttarrit fyrir
almenning. Bókin fellur vel að þeim kennslubókum sem nú eru mest kennd-
ar í framhaldsskólum landsins og ætti því að vera kærkomin viðbót. Kort er
þó að finna í töluverðum mæli í kennslubókum nú. En þau eru ekki litprent-
uð og því ekki jafn skýr. Einnig ættu myndir í söguatlas að vekja áhuga nem-
enda og ef til vill svara spurningum sem upp kunna að koma. Þá er texti
bókarinnar að miklu Ieyti umfjöllun um tímabil og atburðir eru settir upp í
tímaröð. Ætti það að bæta upp kennslubækur þar sem tíminn hefur oft verið
erfiður viðfangs. Myndir af höggmyndum, byggingum og málverkum ættu
líka að bæta upp litla umfjöllun kennslubóka um listir. Smámyndir prýða
hverja síðu og vekja eflaust upp spurningar og umræður. Notkun Söguatlass í
kennslu getur því verið margvísleg. Hann ætti að koma að góðum notum við
verkefna- og ritgerðavinnu, svo og sem viðbótarlesefni þar sem kennslu-
bókinni sleppir.
Margt mætti þó betur fara í þessari bók og vil ég hér minnast á nokkur at-
riði. Bókin ber töluverðan keim af því að hana þýða tveir þýðendur, sem ekki
hafa náð að samhæfa sig. Reynt er að nota íslensk nöfn eins og t.d. Lundúnir,
Mön, Rúðuborg o.s.frv., en ekki tekst að fylgja þessu nógu vel eftir því t.d. er
enska borgin York ýmist nefnd York eða Jórvík. Meira að segja á einni og
sömu blaðsíðunni eru bæði nöfnin notuð, þó á sínu kortinu hvort. Samræm-
ingu vantar á fleiri stöðum, t.d. eru orðin grískur rétttrúnaður og grísk-
kaþólska notuð á víxl í bókinni. Á einum stað er talað um Alsace-Lorraine í
texta en á korti um Elsass-Lothringen. Fleiri dæmi mætti nefna um skort á
samræmingu í þýðingu. Þetta gæti ruglað margan nemandann og ætti ekki
að sjást í kennslubókum.
Galli sem oft háir söguatlösum er notkun of líkra lita, t.d. á korti nr. 49, þar
sem einlitar örvar eru notaðar til að sýna trúboð búddista og kristinna
manna.
Hvergi er að sjá skýringar á skammstöfunum og ekki er víst að allir nem-
endur átti sig á merkingum: ST, HTGD, KFD, EBD, BD, GRD og EHTGD.
Þetta er vissulega slæmt að sjá í riti sem ætlað er að vera uppsláttarrit.