Saga - 1993, Side 268
266
RITFREGNIR
I fyrsta kafla bókarinnar skýrir höfundur hvers vegna það verður Evrópa
sem tekur frumkvæðið og gerist hið ráðandi afl í samskiptunum, en ekki t.d.
Kína eða Indland, sem um margt stóðu okkur miklu framar við upphaf
tengslanna; það voru hinar nýju kaupmannastéttir Evrópu sem verða úrslita-
aflið. Heimsveldi síðari tíma voru nýjung, þau voru verslunarveldi en ekki
landaðals- eða embættisaðals-.
I öðrum kafla bókarinnar fjallar höfundur um sjálfstæði og þjóðerni land-
anna í suðri, um nútímavæðingu, verkhyggju og menningu, um ýmsar rang-
hugmyndir sem við höfum skapað okkur um suðrið á umliðnum öldum.
Ennfremur skýrir höfundur hvernig Bandaríkin taka heimsafskipti í arf frá
Bretum eftir seinna stríð.
I þriðja kaflanum fjallar höfundur um iðnvæðingu og skýrir hvers vegna
iðnþróun hefur mistekist að mestu í löndum suðursins. Hann skýrir líka
hvernig „drekarnir fjórir", þ.e. Suður-Kórea, Taiwan, Hong Kong og Singa-
púr, urðu til og veltir fyrir sér hugsanlegri upprisu fleiri dreka í þessum
heimshlutum.
I næstu fimm köflum fjallar höfundur um einstaka heimshluta: Austur-
lönd nær, Afríku, Suður-Asíu, Suðaustur-Asíu og Rómönsku Ameríku. Er sú
heildarmynd sem höfundur bregður upp af þróun mála í Austurlöndum
nær, Suður-Asíu og Suðaustur-Asíu afar áhugaverð og býsna skýr. Kaflinn
um Afríku fannst mér nokkuð síðri og kaflinn um Rómönsku Ameríku er
harla slappur, en hann er bæði sýnu stystur og afar yfirborðskenndur.
I síðustu þremur köflum bókarinnar, "„Hungur", „Mannfjöldi", „Þróunar-
aðstoð", nær höfundur sér á strik á ný og varpar sterku ljósi á þróun þessara
mála á síðustu áratugum. Hann ræðir ýmsar ranghugmyndir okkar um or-
sakir og birtingarform hungurs í ýmsum löndum suðursins. Höfundur skýrir
vel hvers vegna ekki hefur tekist betur að bægja hungurvofu og næringar-
skorti frá íbúum margra landa í suðrinu. Hann bendir á að mest af fjárfest-
ingum í landbúnaði hafi farið í annað en matvælaframleiðslu, að víðast sé
nóg til af mat í löndum suðursins og að hungur sé fyrst og fremst pólitískt
fyrirbæri, einkum tengt eignarhaldi á landi og verslunarkerfi með mat. Höf-
undur hælir Kúbumönnum og Kínverjum fyrir hve vel þeim hafi tekist að
draga úr ungbarnadauða af völdum næringarskorts og ber þessar þjóðir
saman við aðrar, t.d. Indverja, Pakistana og Brasilíumenn, þar sem dánar-
tíðni ungbarna sé miklu hærri þrátt fyrir hærri þjóðartekjur á mann hjá sum-
um þeirra. Það er einnig forvitnilegt að lesa skýringar höfundar á því hvern-
ig matargjafir Bandaríkjamanna hafi beinlínis valdið hungursneyð í Afríku
og Mið-Ameríku. Síðasti kafli bókarinnar fjallar um þróunaraðstoð og er afar
áhugaverð lesning. Þar vegur höfundur ótt og títt á báða bóga og gagnrýnir
kröftuglega þróunaraðstoð síðustu áratuga fyrir gegndarlausa sóun í einskis-
verð verkefni. Bendir hann á að lítið samhengi hafi reynst milli þróunarað-
stoðar og útrýmingar sárustu fátæktar. Höfundur fellir þungan dóm um
frammistöðu Islendinga í þessum málum og fá bæði stjórnvöld og almenn-
ingur sinn skerf. Segir höfundur að engum hefði til hugar komið að haga að-
stoð Islendinga með þeim hætti sem gert hefur verið ef hagsmunir fátækra
hefðu setið í fyrirrúmi.