Saga - 1993, Qupperneq 269
RITFREGNIR
267
Enda þótt efni þessarar bókar sé áhugavert og mjög svo tímabært og höf-
undur birti okkur mikinn fróðleik um löndin í suðri og samskipti okkar við
þau, þá eru margir ágallar á verkinu sem telja mætti óþarfa. Stíll höfundar er
víða nokkuð óskýr og sumar setningar nánast óskiljanlegar, eins og t.d. þess-
ar um ríki Azteka og Inka: „Atvinnulíf virðist hafa verið tiltölulega frum-
stætt í samanburði við andlega menningu og flókið þjóðskipulag", og síðar
„Ríkin reyndust líka standa á brauðfótum, þrátt fyrir glæsileika í höfuðborg-
um þeirra" (bls. 30). Hvað segja þessar setningar?
A bls. 66 stendur: „Hagvexti flestra ríkja var líka dreift þannig á valdatíma
herforingjastjórna að almenningur var engu betur settur en áður", og á bls.
68 segir höfundur um „drekana fjóra" að „Hagkerfi þeirra hafi tvöfaldast að
stærð". Þessar setningar eru nokkuð óljósar og ruglingslegar á sama hátt og
eftirfarandi: „Þrælaverslun sætti vaxandi gagnrýni víða í Evrópu á átjándu
öld og náði hún þó hámarki á þeirri öld" (bls. 108), og „Þá er auðveldast að
bera saman við þau trúarbrögð sem flestir lesendur þekkja öllu betur" (bls.
131), og „Mikil fólksfjölgun varð þó á þessum tíma, en dýpt og umfang al-
mennrar fátæktar hefur engu að síður vaxið" (bls.172). Svona setningar eru
lítt skiljanlegar og þær hefði mátt laga með vandaðri vinnu og góðum próf-
arkalestri.
Allmargar óþægilegar endurtekningar eru í bókinni sem bera vott um
nokkra hraðsuðu og skort á vandvirkni. Einn votturinn um skort á vand-
virkni er hvimleiður ruglingur með hugtökin Rómanska Ameríka og Suður-
Ameríka, þar sem annað hugtakið vísar til sögu og menningarþróunar en
hitt er landfræðilegt. Á bls. 191 getur höfundur þess að Mexíkó hafi það
mikla sérstöðu í Rómönsku Ameríku að ekki sé unnt að fjalla um það land
með Mið-Ameríku, „á margt af því sem alhæft verður um iðnvæðingu og
stjórnmál í Rómönsku Ameríku tæpast eða ekki við um Mexíkó". Þetta er að
sönnu harla rétt, en hins vegar með öllu óskiljanlegt að aðeins á þessum eina
stað skuli Mexíkó síðari tíma nefnt. Mexíkó á sér fjölbreytilegri og átakameiri
samskiptasögu við Evrópuríkin jafnt sem Bandaríkin en flest ef ekki öll ríki
Rómönsku Ameríku. Kaflinn um Rómönsku Ameríku er reyndar allur afar
veikur eins og nefnt var fyrr, með mjög miklum alhæfingum og einföldun-
um. Heimildaval höfundar er afar sérkennilegt. Ekki hefði sakað að líta í J.
Soustelle: Thc Daily Life of the Aztecs (Penguin) áður en skrifað var um Aztek-
ana. Þær heimildir sem höfundur vísar til á bls. 199 svo og þær sem nefndar
eru í bókalistanum á bls. 244-45 bera að mínu mati vitni um nokkra hunda-
vaðsyfirreið um Rómönsku Ameríku. Þarna er ekki að finna mikilvæg rit
sem ég tel erfitt að sniðganga í alvarlegri umfjöllun. Má þar nefna: A. Rou-
quié: The Military and the State in Latin America, (1989), M. Diskin (ritstj.):
Trouble in the Backyard. Central America and the United States in the Eighties,
(1984), R.S. Leiken (ritstj.): Central America. Anatomy of Conflict, (1984), A.
Riding: Mexico. lnside the Volcano, (1989), H. Magdoff: Imperialism: From the
Coloniai Age to the Present, (1978), Cockcroft, Frank & Johnson (ritstj.): De-
pendence and Underdevelopment. Latin America's Political Economy, (1972), Petras
& Zeitlin (ritstj.): Latin America. Reform or Revolution, (1968), E. Galeano: Open
Veins ofLatin America. Five Centuries ofthe Pillage ofa Continent, (1974).