Saga - 1993, Qupperneq 271
RITFREGNIR
269
fræðilegar rannsóknir á atvinnustefnu á Islandi eru til að styðjast við. Höf-
undar slá þann varnagla að bókinni sé aðeins ætlað að vera „fyrsta nálgun á
flóknu viðfangsefni" og er óhætt að segja að vel hafi til tekist. Ahersla bókar-
innar er ekki á almenna efnahagsstefnu sem lýtur að heildarstjórn hagkerfis-
ins heldur atvinnustefnu, þ.e. opinbera stefnu sem beinist að „einstökum
greinum atvinnulífsins, uppbyggingu þeirra og þróun fyrirtækja og fram-
leiðslu innan þeirra". Erfitt er þó að halda slíkri efnisafmörkun til streitu
enda er oftlega vikið að almennri hagstjórn, ekki síst í kaflanum um fjár-
málakerfi þar sem rætt er um peningastefnuna.
„Nálgun" höfunda er stjórnmálafræðileg og að nokkru leyti söguleg. Þeir
skrifa í anda stofnunarhefðar og að nokkru leyti „pólitískrar hagfræði", skýra
atvinnustefnuna og þróun hennar með tilvísun í stofnanauppbyggingu rík-
isvaldsins, stjórnsýsluhefðir, stjórnmálaflokka, kosningakerfið og valdahlut-
föll. Hagfræðilegum skýringum er ekki eins haldið að lesendum, en það
hefði gert umfjöllunina fullkomnari að athuga hvernig ofangreind stjórn-
málaatriði mótast af gerð efnahagslífsins svo sem smæð hagkerfisins, nátt-
úruauðlindum, tæknistigi, samgöngum, vægi atvinnugreina, vægi erlendra
markaða og fjárfestinga svo nokkur grundvallaratriði séu nefnd. Framhjá
gerð og háttum efnahagslífs verður ekki gengið þegar atvinnustefnan er skoð-
uð og útskýrð, og er vonandi að hinir pólitísku og efnahagslegu þættir verði
betur samþættir í áframhaldandi rannsóknum á íslenskri efnahagsstefnu.
Höfundar leggja upp í ferð sína með þrjú ólík samskiptakerfi ríkis og sam-
félags. Frjálslynd kerfi eru þau sem hafa tiltölulega veikt ríkisvald, bæði að
uppbyggingu og gagnvart samfélaginu (Bretland, Bandaríkin); samráðskerfi
einkennast af samráði og samvinnu ríkisvalds, fyrirtækja og verkalýðshreyf-
ingar (einkum smærri ríki Evrópu s.s. Svíþjóð og Holland); ríkisafskiptakerfi
markast aftur af miðstýringu hins opinbera og mikilli íhlutun þess í efna-
hagslíf (Frakkland, Japan). Með þessi þrjú samskiptakerfi sem póla er at-
vinnustefnan, markmið hennar, tæki og árangur, skoðuð og skilgreind og
ávallt athugað hvernig ísland fellur inn í myndina.
Niðurstaða höfunda er sú að snemma á öidinni hafi ísland farið inn á
braut töluverðra ríkisafskipta, sem beindust einkum að frumvinnslugreinun-
um, sjávarútvegi og landbúnaði. Höfundar Ieitast á athyglisverðan hátt við
að skýra hvernig sögulegar aðstæður stýrðu atvinnustefnunnni í þennan
farveg. Þeir benda á að íslendingar tóku í arf danskar stjórnsýsluhefðir sem
fólu í sér mikla miðstýringu stefnumótunar, en á hinn bóginn hafi embætt-
'smannakerfið verið veikt gagnvart þinginu og varð því „ofurselt hinu póli-
tíska valdi". Saman urðu þessir þættir til þess að þeir sem réðu á þingi höfðu
flest ráð í höndum sér, ekki aðeins í löggjafarstarfi heldur einnig í stjórnsýsl-
unni.
Það er margt skarplega athugað í þessu og er einkum sannfærandi ábend-
lng höfunda um veika valdastöðu embættismanna í stefnumótun gagnvart
framkvæmdar- og löggjafarvaldi, þótt ekki sé endilega fallist á lýsingu höf-
unda á því hvernig sú staða myndaðist. Slíkt stjórnkerfi þarf ekki óhjá-
kvæmilega að leiða til mikilla ríkisafskipta af málefnum samfélagsins, þótt
su hafi orðið raunin og náðu ríkisumsvifin hámarki á „haftatímanum"