Saga - 1993, Page 272
270
RITFREGNIR
1931-1959. Þessi ríkisafskipti eru einkum skýrð með smæð og einangrun ís-
lands, svo og síðbúinni iðnþróun, í anda Alexcmders Gerschenkron sem setti
fram þá kenningu að bankastofnanir og jafnvel ríkið hafi að meira eða minna
leyti orðið staðgenglar einkaframtaksins í þeim löndum þar sem hagþróun
var lítil og langt á eftir þróuðum iðnríkjum Evrópu. Þannig hafi ríkið á Is-
landi gegnt lykilhlutverki í myndun og vexti bankakerfisins sem hlaut að
bjóða upp á pólitíska stjórnun á lánsfjármagni.
Þessari túlkun hlýtur undirritaður að vera sammála enda haldið svipuðu
fram um mótun efnahagsstefnunnar fyrir tímabilið 1870-1930. Að auki grípa
höfundar til pólitískra skýringa á miklum ríkisumsvifum og benda sérstak-
Iega á völd Framsóknarflokksins og dreifbýlis fyrir tilverknað kosningakerf-
isins. Frá því snemma á millistríðsárunum og fram til 1958 höfðu Framsókn-
arflokkur og Alþýðuflokkur nána samvinnu með sér, en báðir flokkarnir
túlkuðu hagsmuni bænda og verkafólks á þann veg að þótt þessar stéttir
„framleiddu þjóðarauðinn með vinnu sinni ættu þær undir högg að sækja í
samkeppninni um lífsgæðin. Til að tryggja þeim réttlátan hlut í dreifingu lífs-
gæðanna þyrfti pólitíska stýringu og virk afskipti ríkisvaldsins..." (bls. 27).
Af þessum sökum varð hagkerfið mjög pólitískt.
Undir þessa túlkun er vel hægt að taka, en gleymist ekki þáttur Sjálf-
stæðisflokksins í hinu pólitíska hagkerfi? Hér er nefnilega sú þverstæða, ef
þverstæðu skyldi kalla, að Sjálfstæðisflokkurinn hefur gegnt forystu í íslensk-
um stjórnmálum frá því í seinni heimsstyrjöldinni á sama tíma og verið hefur
við lýði mjög umfangsmikið ríkisafskiptakerfi. Það var ekki fyrr en undir Iok
áttunda áratugarins að sterk hreyfing myndaðist innan flokksins um að losa
um pólitíska stýringu og leita í auknum mæli markaðslausna við stjórn efna-
hagsmála. Höfundar viðurkenna reyndar að markaðshyggja hafi lengstum
verið meiri í orði en á borði hjá Sjálfstæðisflokknum (bls. 37-8), en láta þar
við sitja. Til skilningsauka á þætti Sjálfstæðisflokksins í mótun og viðhaldi
ríkisafskiptakerfisins hefði verið ómaksins vert að benda á hve náin tengsl
flokkurinn hefur haft við ráðandi hópa í atvinnulífi sem nota hin sterku póli-
tísku áhrif flokksins sér til framdráttar, hve vel hagsmunaöfl í atvinnulífi
hafa hreiðrað um sig í stjórnkerfinu og hve ósjálfstæð stjórnsýslan yfirleitt er
gagnvart ríkisstjórnarflokkum á hverjum tíma. Um þetta hefur Gunnar A.
Gunnarsson fjallað skilmerkilega í ágætri doktorsritgerð um íslenska at-
vinnustefnu á árunum 1944-1974, einni af örfáum fræðilegum rannsóknum a
þróun atvinnustefnu hér á landi.
Hæpin er sú útlegging höfunda að erlendar fjárfestingar hefðu getað kom-
ið í stað ríkisafskipta, en að vaxandi einangrunarstefna á millistríðsárunum
hafi lokað landinu fyrir utanríkisviðskiptum og erlendu fjármagni. Frómt fra
sagt voru erlendir peningamenn ekki áfjáðir í að festa fé sitt í íslenskum fyrir-
tækjum þegar komið var fram á þennan tíma. Það var ekki einangrunarstefna
yfirvalda sem hindraði erlent lánsfjármagn á kreppuárunum, heldur tregða
erlendra peningastofnana til að lána íslenskum einkaaðilum vegna gjaldeyr-
isskorts sem hér var, markaðsörðugleika og skuldasöfnunar fyrirtækja. Hins
vegar mætti færa rök að því að of mikið fé, innlent og erlent, hafi verið tekið
að láni í kreppunni í ljósi mikillar skuldasöfnunar, en þá þegar má sjá hið