Saga - 1993, Page 273
RITFREGNIR
271
alkunna fjármagnshungur íslenskra athafnamanna og fjárfestingargleði hins
opinbera hvað svo sem efnahagsaðstæðum leið, sölutregðu, gífurlegu verð-
falli á útflutningsafurðum og háum vöxtum.
Bókin endurspeglar vel strauma og stefnur í efnahagsumræðu samtímans
og þarf ekki að lesa lengi í henni til að sjá í takt við hvaða boðskap hjörtu
höfundanna slá. Hefðbundin efnahagsstefna með áherslu á „expansífan"
hagvöxt er komin í þrot. Leiðin út úr erfiðleikunum liggur í opnun hagkerf-
isins, hindrunarlausum viðskiptum við útlönd með vörur, þjónustu og fjár-
magn og samkeppnisstefnu innanlands, með öðrum orðum markaðsstýrðri
efnahagsstefnu. Höfundar virðast ekki sjá nein jákvæð atriði í ríkisafskipta-
stefnunni eins og hún hefur verið framkvæmd á íslandi og af því sýnist mér
þeir draga taum hefðbundinna fríverslunarkenninga um hlutfallslega yfir-
burði án þess að gaumgæfa aðrar hagstjórnarleiðir, hvort til dæmis vernd-
arstefna á afmörkuðum sviðum til að auka fjölbreytni innlendrar framleiðslu
og hvítvoðungsiðnað eigi eða hafi átt erindi við Islendinga, hvað þá hin svo-
nefnda „strúktúralíska" efnahagsstefna sem gerir ráð fyrir virkri þátttöku
ríkisins í fjárfestingum og rannsóknar- og þróunarstarfi í því skyni að auka
samkeppnishæfni fyrirtækja. Enn fjær umþenkingu höfundanna er efnahags-
stefna sem miðar að pólitískri endurdreifingu verðmætanna undir merkjum
réttlátrar tekju- og eignaskiptingar.
Það verður þó að segjast að innan þess ramma sem höfundar kjósa að af-
marka efni sitt sýna þeir mikla lagni við að draga upp meginh'nur, skýra og
greina markverðustu mál á hverju sviði atvinnustefnunnar, hvort heldur um
er að ræða stefnumótun eða einstök stjórntæki. Sérstaklega finnst mér vel
heppnaðir kaflarnir um fjármálakerfið og samkeppnis- og verslunarstefnuna.
Bókin gefur góða heildarsýn yfir flókið og víðtækt efni og er besta yfirlitið
sem völ er á um atvinnustefnu liðinna áratuga.
Guðmundur Jónsson
Hulda Sigurborg Sigtryggsdóttir: í SKOTLÍNU. SIGLING-
AR OG SKIPSKAÐAR EIMSKIPAFÉLAGSINS í SÍÐARI
HEIMSSTYRJÖLD. Almenna bókafélagið 1992.280 bls. Kort,
myndir, myndrit.
heir íslendingar, sem komnir voru til vits og ára er heimsstyrjöldin síðari
hófst, minnast styrjaldaráranna gjarnan sem nokkurs konar blómaskeiðs og í
hugum sumra eru þau sveipuð ævintýraljóma. Af þessu leiðir að líkast til
hefur meira verið skrifað um styrjaldarárin en nokkurt annað jafnlangt tíma-
il í Islandssögunni og flest er það afar jákvætt. Útlendingum, sem þátt tóku
1 stríðinu og liðu fyrir það, þykir þetta viðhorf býsna kaldranalegt og svo er
sjálfsagt einnig um þá Islendinga, sem misstu nána aðstandendur af völdum