Saga - 1993, Page 274
272
RITFREGNIR
styrjaldarinnar. Engu að síður er þessi afstaða að ýmsu leyti skiljanleg. Styrj-
aldarárin voru veltiár á íslandi. Við upphaf ófriðarins hurfu síðustu einkenni
kreppuáranna eins og dögg fyrir sólu, eftirspurn eftir útflutningsvörum okk-
ar stórjókst, verðlag hækkaði, vöruframboð í landinu jókst og með komu
hinna erlendu herja jókst mjög eftirspurn eftir vinnuafli og voru það mikil
viðbrigði frá atvinnuleysi kreppuáranna. Það sem sköpum skipti var þó að er
styrjöldin braust út hurfu flotar erlendra veiðiskipa af íslandsmiðum, þorsk-
ur og síld gáfu sig í ríkari mæli og var þá ekki nóg með að útlendingar vildu
gjalda vöru okkar góðu verði, við höfðum líka nóg að selja.
En það er ekki nóg að eiga vörur, kaupa og selja, vöruna þarf líka að flytja
og þeir flutningar á stríðsárunum eru meginviðfangsefni þessarar bókar.
Hún rekur siglingasögu skipa Eimskipafélags Islands á styrjaldarárunum og
þá um leið meginþáttinn í sögu félagsins.
Höfundur skiptir bókinni í níu meginkafla og segir fyrst frá kaupskipastól
Islendinga í byrjun stríðs og fram til þess er landið var hernumið, en eftir það
er mest áhersla lögð á umfjöllun um Ameríkusiglingar á árunum 1941-45.
Þetta má kallast eðlileg efnisskipan þegar þess er gætt að á þessum árum
voru skip Eimskipafélags íslands, að Brúarfossi einum undanskildum, nær
eingöngu í Ameríkusiglingum. Nákvæm grein er gerð fyrir fyrirkomulagi og
skipulagi siglinganna, ítarlega er fjallað um samninga og samskipti stjórn-
valda og fulltrúa Eimskipafélagsins við yfirvöld kaupskipasiglinga vestan
hafs, sagt er frá Ieiguskipum og útvegun þeirra og greinargóðir kaflar eru
um aðstæður og kjör þeirra, sem á skipunum sigldu, sem og um launadeilur
sjómanna og verkamanna, er vildu af eðlilegum ástæðum fá sinn hlut af
hagnaðinum, og notfærðu sér að eftirspurn eftir vinnuafli var meiri en fram-
boðið.
Lipurleg frásögn er af siglingum í skipalestum og sérstakur kafli er um hin
sorglegu afdrif Goðafoss og Dettifoss skömmu fyrir stríðslok. Gerð er grein
fyrir hagnaði Eimskipafélags Islands á stríðsárunum, sem gleggst sést a
myndriti III (bls. 258), en þar kemur glöggt fram að félagið græddi um-
talsverðar fjárhæðir öll stríðsárin. Mestur var hagnaðurinn 1943, liðlega 18
milljónir króna, en minnstur 1942. Með tilliti til þess, hve vel reksturinn gekk
á þessum árum, má það kallast furðulegt að alþingi skyldi árið 1945 veita
félaginu skattfrelsi. Það var gert fyrir atbeina nýsköpunarstjórnarinnar og
verður ekki annað séð en að pólitísk fyrirgreiðslusjónarmið hafi ráðið mestu.
Engum getur dulist hið mikla hlutverk sem skip Eimskipafélags íslands
gegndu á stríðsárunum, en þó hygg ég að mörgum muni koma nokkuð a
óvart sú staðreynd að skipin sinntu nær eingöngu innflutningi eins og
gleggst kemur fram við samanburð á myndritum I og II (bls. 256). Það var
eðlilegt þegar þess er gætt að útflutningur til Ameríku var sáralítill, en sýmr
þó svo vart verður um villst, að fiskútflutningurinn, sem skóp meginhluta
stríðsgróðans svonefnda, fór að mestu fram með fiskiskipum og erlendum
fisktökuskipum.
Oll er þessi bók mjög skipuleg og vel framsett. Höfundur leggur sig í hma
við að greina sem sannast og réttast frá staðreyndum, hefur kannað mikmn
fjölda heimilda og m.a. rætt við marga heimildarmenn, sem þátt tóku í at'