Saga - 1993, Page 275
RITFREGNIR
273
burðum. Hvergi er neitt sagt, sem orkað gæti tvímælis, og engin tilraun er
gerð til að skýra atburði út frá nýjum sjónarhornum. Þetta er þannig ákaflega
hefðbundið og meinlaust sagnfræðirit og ber þess óneitanlega nokkur merki
að vera upphaflega samið sem prófritgerð.
Af þessum sökum er fátt um missagnir, en þó er rétt að benda á, að á bls.
211-12 er sagt frá samningum, sem Eimskipafélagið gerði um smíði nýrra
skipa strax að styrjöldinni lokinni, og frá því er greint hvenær skipin áttu að
vera tilbúin. Hér hefði að meinalausu mátt geta þess að enginn þessara
samninga stóðst, skipin komu öll mun síðar en samið var um. I þessari frá-
sögn hefði einnig mátt geta Tröllafoss. Hann var að vísu ekki smíðaður fyrir
Eimskipafélagið, en var fyrsta „nýja" skipið sem félagið eignaðist eftir stríð,
kom til Iandsins 1948 og var allt til 1956 stærsta skip íslenska kaupskipa-
flotans. Má geta þess til gamans að samanlögð stærð skipa Eimskipafélagsins
í stríðsbyrjun var 8076 brt., en Tröllafoss var 3997 brt. og sýnir það best hve
mikil viðbót hann var við skipastól félagsins.
Annað atriði, sem fróðlegt hefði verið að fá nokkra umræðu um, eru lang-
tímaáhrif styrjaldarinnar á íslenska kaupskipaútgerð. í bókinni kemur
glöggt fram að í stríðsbyrjun var kaupskipafloti landsmanna allt of lítill, og
enn minni var hann í stríðslok. Þá var hins vegar sýnt að vöruflutningar til
og frá landinu myndu í framtíðinni verða miklu meiri en þeir voru fyrir
stríð og því tóku aðilar utan Eimskipafélagsins frumkvæði að því að afla
nýrra skipa og komu sum þeirra til Iandsins mun fyrr en nýju Fossarnir, sem
smíðaðir voru eftir stríð. Ein orsök þessa frumkvæðis „utanaðkomandi"
manna var sú að víða úti um land ríkti megn óánægja með þjónustu Eim-
skipafélagsins á stríðsárunum og töldu margir að félagið yrði ekki fært um
að sinna Iandsbyggðinni sem skyldi að styrjöldinni lokinni. Umfjöllun um
þessa þætti væri að sönnu nokkuð fyrir utan meginsvið þessarar bókar, en
tengist því óneitanlega.
Þessar aðfinnslur hljóta þó að teljast smávægilegar og eru fremur settar
fram til að vekja athygli á verðugum viðfangsefnum en sem gagnrýni. Ég tel
góðan feng að þessari bók. Saga íslenskrar kaupskipaútgerðar hefur enn
sem komið er Iítt verið rannsökuð af sagnfræðingum en vonandi er þessi
bók upphafið að því starfi.
]ón Þ. Þór
Jón Böðvarsson: AKRANES. FRÁ LANDNÁMI TIL 1885.
Akranesi 1992. 336 bls. Skrár.
Sögusvið þessa rits er nesið sem gengur fram milli Grunnafjarðar og Hval-
fjarðar og endar í Skipaskaga. Voru þar að fornu tveir hreppar, Skilmanna-
bfeppur og Akraneshreppur, og koma báðir giska mikið við þjóðarsöguna.
18-Saga