Saga - 1993, Page 276
274
RITFREGNIR
Aðferðin sem Jón Böðvarsson hefur valið til að segja sögu þessa söguríka
svæðis er harla nýstárleg í íslenskri byggðarsöguritun, a.m.k. minnist sá sem
þetta ritar þess ekki að hafa séð henni beitt áður.
Höfundur hefur frásögnina á Landlýsingu sem nær yfir heilar 69 blaðsíður,
eða tæpan fjórðung bókarinnar. Þessi kafli skiptist í sjö undirkafla sem fjalla
um jarðfræði, landkosti og landnytjar, fjörunytjar, samgöngur, örnefni, forn-
leifar og þjóðtrú og sögur. Annar meginkafli ber yfirskriftina Upphaf bi/ggðnr á
Akranesi og skiptist í þrjá undirkafla: Landnámsmenn, Ketilsniðjar og Þor-
móðsniðjar, en í þriðja kafla, sem nefnist Garðahöfðingjar, er greint frá helstu
höfðingjum sem sátu Garða frá upphafi og fram á 15. öld. Fjórði kafli ber hið
nútímalega heiti Félagsumhverfi fyrir siðaskipti og greinir þar fyrst frá almenn-
um högum á miðöldum, síðan frá hreppaskipan og loks frá Garðasókn á
kaþólskri tíð. Lögmannsætt á Hólmum tveim heitir fimmti kafli og fjallar að
mestu um ætt Þórðar Guðmundssonar lögmanns, en í sjötta kafla greinir frá
umsvifum Brynjólfs biskups Sveinssonar á Skipaskaga og í hinum sjöunda
segir frá Garðasókn í nýjum sið. Dómsmál nefnist áttundi meginkafli og fjallar
hann að mestu leyti um Jóna tvo: Bauka-Jón og Jón Hreggviðsson. Eru þeir
báðir þekktir í þjóðarsögunni. Niundi kafli ber yfirskriftina Höfuðstaður a
upplýsingaröld og fjallar að meginefni um þá feðga Ólaf Stefánsson stiftamt-
mann og Magnús Stephensen konferenzráð. I tíunda kafla segir af sr.
Hannesi Stephensen og í hinum ellefta frá almennri framvindu mála á 19.
öld. Þessu næst tekur við atburðaannál! en síðan koma nauðsynlegar skrár.
Af því sem hér hefur verið sagt má ljóst vera að fremur ber að líta á þetta
sem safn þátta úr sögu Akraness en sem samfellda byggðarsögu. Höfundur
leggur sig lítt eftir því að rekja sögu sveitarinnar í smáatriðum á fyrri öldum,
hann hefur ekki lagt í þá tímafreku og krefjandi vinnu að kanna fornbréf er
greina kynnu frá atburðum og högum manna á fyrri öldum og af Islensku
fornbréfasafni hefur hann, ef marka má heimildaskrá, aðeins notað 1. bindi.
Annála virðist hann alls ekki hafa notað. Liggur í augum uppi að margvís-
legur fróðleikur sem þessar heimildir hafa að geyma kemur hér hvergi fram-
Sama máli gegnir um tímabilið frá siðaskiptum og fram á 18. öld. I heimilda-
skrá er aðeins getið 1. bindis Alþingisbóka íslands, ekkert virðist hafa verið
athugað af skjölum í biskupsskjalasafni Þjóðskjalasafns, hvorki vísitasíu-
bækur biskupa, úttektargerðir kirkjustaða né önnur skjöl sem varpað geta
mikilsverðu ljósi á ýmsa veigamikla þætti í þjóðarsögunni og lítt hafa verið
kannaðir til þessa. Allt er þetta í samræmi við það sem segir í inngangi, að
ritinu sé ekki ætlað að vera fræðileg úttekt, heldur eigi það aðeins að leggja
grunn að sögu Ytri-Akranesshrepps og síðan Akraneskaupstaðar.
Það hlýtur að sönnu ávallt að vera ákvörðun höfundar og útgefanda
hvernig tekið er á því efrú sem um er fjallað, en því verður ekki neitað að þar
sem höfundur leggur ekki til atlögu við grunnheimildir um sögu fyrri alda
verður sú undirstaða sem lögð er að sögu seinni tíma harla ótraust. Kenn-
ingin um að sagan sé samfelld þróun á kannski fremur við um byggðarsögu
en nokkra aðra grein sagnfræðinnar og því hefði nákvæm greining á h'fi,
kjörum og lífsháttum fyrri alda karla og kvenna vafalaust verið vænlegri til að
efla Iesendum skilning á byggð á Akranesi nútímans en frásagnir af kænsku