Saga - 1993, Page 277
RITFREGNIR
275
Þorleifs Þórðarsonar og veldi Stefánunga. Sú rannsókn hefði kostað mikla
þolinmæði, ekki síst vegna þess hve óaðgengilegar margar undirstöðuheim-
ildir sögu vorrar eru, en vafalaust skilað meiri feng.
I stað þess að grafa í skjalahaugum velur Jón Böðvarson að leggja megin-
áherslu á persónusögu, þ.e.a.s. sögu þeirra manna sem fyrirferðarmestir hafa
verið á Akranesi í aldanna rás, og því verður ritið eins konar höfðingjasaga.
Jón er flestum núlifandi mönnum kunnugri íslenskum bókmenntum fornum
og þarf því engum að koma á óvart að kaflinn sem greinir frá sögu höfðingja
í Görðum á sturlungaöld, Garðahöfðingjar, er bráðskemmtilegur aflestrar og
að minni hyggju langbesti kafli bókarinnar. Þar setur Jón fram ný sjónarmið,
túlkar sögu þess mikla róstutímabils á annan hátt en áður hefur verið gert og
bregður skemmtilegri birtu yfir sögusviðið. Sama máli gegnir að nokkru leyti
um kaflann um afkomendur Þórðar lögmanns Guðmundssonar og um út-
gerð og umsvif Brynjólfs biskups. Á hinn bóginn kemur fátt nýtt fram í kafl-
anum um Stefánunga og kann það einfaldlega að stafa af því að mikið hefur
verið um þá ritað áður.
Ekki kann ég að benda á villur í riti þessu, ef undan er skilin meinleg
prentvilla á bls. 261, þar sem talað er um lok 19. aldar, en á greinilega að vera
18. Á hinn bóginn kann ég því hálfilla þar sem segir á bls. 255 að sr. Hannes
Stephensen hafi verið „síðasti skörungur af ættstofni" Stefánunga. Magnús
landshöfðingi var bæði Stefánungur og skörungur, kannski mestur skörung-
ur þeirra frænda allra, þótt aldrei byggi hann á Ytra-Hólmi.
Niðurstaða mín er sú að rit þetta sé á margan hátt fróðlegt og á köflum
bráðskemmtilegt aflestrar. Það uppfyllir hins vegar ekki ströngustu kröfur
sem gera verður til fræðirita um íslenska byggðarsögu. Að sögn höfundar
var það ekki ætlunin, en er þó óneitanlega miður, ekki síst vegna þess að
sögusviðið kemur mikið við þjóðarsöguna og býður upp á rannsóknir á mörg-
um mjög forvitnilegum atriðum sem hér er lítt eða ekki sinnt.
]ón Þ. Þór
Bjarni Guðmarsson: SAGA KEFLAVÍKUR 1766-1890. Kefla-
víkurbær 1992. 302 bls. Myndir. Myndaskrá, skrár um
heimildir og nafnaskrá.
í lok síðasta árs kom út Saga Keflavíkur 1766-1890 eftir Bjarna Guðmarsson
sagnfræðing. Mun ætlunin að bók þessari verði fylgt eftir og saga bæjarins
skráð áfram. Það er þetta fyrsta bindi Sögu Keflavíkur sem hér verður fjallað
um.
Eftir Bjarna Guðmarsson hafa áður komið út að minnsta kosti tvær bækur,
su seinni í samvinnu við annan höfund. Hann ætti því að hafa öðlast nokkra
reynslu í söguritun og útgáfustarfsemi. Fram kemur aftan á titilblaði Sögu
Keflavíkur að Bjarni er ekki bara höfundur hennar heldur setti hann bókina og