Saga - 1993, Page 278
276
RITFREGNIR
braut hana um. Verður því að ætla að honum megi þakka, eða kenna um,
hvernig til hefur tekist með ritun bókarinnar, hönnun, prófarkalestur og
allan frágang.
Saga Kcflavíkur er í fremur stóru broti og er skemmst frá að segja að hönn-
un bókarinnar og allt útlit hefur heppnast sérlega vel. Hún er mjög falleg,
blaðsíðuflöturinn nýtur sín vel og gefur ýmsa möguleika við prentun mynda.
Pappírinn er góður en dálítið ber þó á prentsvertusmiti. A hverri blaðsíðu er
einn dálkur og bókin er gott dæmi um það að slíkar bækur geta litið allt eins
vel út eins og tveggja dálka ritverk.
Sn$a Kcflavíkur skiptist í sextán kafla. I efnisyfirliti eru undirkaflar ekki
skráðir. Sjálfsagt skiptir það ekki höfuðmáli en ég saknaði þess samt að hafa
ekki allt efnisyfirlit bókarinnar á einum stað.
I fyrsta kafla verksins er sagt frá fyrsta kaupmanninum sem hafði fasta
búsetu í Keflavík og lagði grunninn að þorpsmyndun þar. Sagan hefst árið
1766 en ekkert er fjallað um eldri tíma. Mér finnst miklu skipta að byggðar-
sögurit hefjist á kynningu staðhátta, að höfundur fari með lesandann í ferða-
Iag um sögusviðið og kynni honum helstu kennileiti og staðhætti. Mér vitan-
lega hafa allir þeir sem ritað hafa byggðasögur byrjað bækur sínar á þennan
hátt, gjarnan með ljósmyndum sem sýna staðhætti, og lesandinn hefur því
fengið fastan upphafspunkt til að standa á.1 Það er helsti veikleiki og galli
Sögu Kcflnvikur að höfundur hennar gerir enga tilraun til að kynna lesandan-
um sögusviðið, og engar ljósmyndir eru notaðar til að sýna landslag á Suð-
urnesjum eða örnefni. I fyrri hluta bókarinnar er í rauninni ekkert meira fjall-
að um Keflavík en aðra hluta Suðurnesja og því hefði skilyrðislaust þurft að
fjalla um staðhætti og lýsa byggðarlögunum. I bókinni er þráfaldlega talað
um Innnes og Suðurnes, fram kemur að umdæmi Keflavíkurverslunar hafi í
upphafi náð til Garðs, Leiru, Keflavíkur og Njarðvíkanna og að kirkju hefðu
heimamenn þurft að sækja að Utskálum. Vatnsnes kemur við sögu þegar
menn vildu setja þar upp verslun og svona mætti lengi halda áfram. Vegna
skorts á staðháttalýsingu er fyrsti kaflinn nokkuð laus í reipunum og lesand-
inn á erfitt með að ná áttum.
Annar kafli bókarinnar er miklu betri. Brugðið er upp svipmyndum úr
þorpinu á 18. öld eftir því sem fátæklegar heimildir leyfa. Til bóta hefði verið
að teikna uppdrátt af byggðinni á árunum 1766-88. Húsin voru þá að vísu
örfá en lesandinn hefði fengið góðan og fastan punkt og séð fyrir sér Kefla-
vík 18. aldar.
I þriðja kaflanum er fjallað um fiskveiðar á 18. öld og verkun aflans. Suð-
urnesjabúar byrjuðu að nota þorskanet um 1770 og telur höfundur það mestu
framfarasporin í atvinnuháttum á svæðinu ásamt saltfiskverkun sem h'ka
hófst á seinni hluta 18. aldar. Höfundur útskýrir vel upphaf saltfiskvinnslu
sem hann tengir einkum auknum viðskiptum Almenna verslunarfélagsins
1 Hér nægir að benda á tvö rit. Gísli Ágúst Gunnlaugsson: Sngn Ólnfsvíkur. Fi/rra
bindi. Frnm um 1911, bls. 17-36. Akranes 1987. Jón Þ. Þór: Sngn ísnfjnrðnr og Eyrar-
lirepps hins fornn 1, bls. 11-30. ísafjörður 1984.